Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

3. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2009 - 2010

1. september 2009

Þriðjudaginn 1. september 2009 kl. 12:30

Mættir:

Elsa B. Friðfinnsdóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Dóróthea Bergs, Fjóla Ingimundardóttir, Helga Atladóttir, Hildur Einarsdóttir, Íris Dröfn Björnsdóttir, Jónbjörg Sigurjónsdóttir, Kristín Thorberg, Sigurveig Gísladóttir, Stella S. Hrafnkelsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Þórdís Borgþórsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir.

Boðuð forföll:

Jóhanna Oddsdóttir, Gunnar Helgason.

Til afgreiðslu:

1.      Fundargerð síðasta fundar.

·        Samþykkt með þeim breytingum að bæta inn dagsetningum við tillögur framkvæmdaráðs.

Til umræðu:

2.        Rekstraryfirlit jan-júlí 2009 – Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri kom á fundinn kl. 12:45.

·        Fjármálastjóri fór yfir rekstraryfirlit félagsins og svaraði spurningum stjórnarmanna. Í framhaldi lýsir stjórnin yfir ánægju með hversu vel fjármálastjóri og starfsfólk félagsins hafa haldið utan um fjármál félagsins.

3.      Starfsreglur stjórnar Fíh.

·        Farið yfir starfsreglur stjórnar og þær samþykktar með nokkrum smávægilegum breytingum.

4.      Starfsáætlun Fíh 2009-2010.

·        Ákveðið að bæta kjarakönnun meðal félagsmanna við starfsáætlunina.

5.      Tímarit hjúkrunarfræðinga – Christer Magnusson ritstjóri mætti á fundinn kl. 14:30.

·        Christer sagði frá hugmyndum sínum varðandi tímaritið og stjórnarmenn komu með ýmsar hugmyndir. Almenn ánægja var með núverandi form blaðsins.

6.      Hugsanlegar breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu (8. og 10. gr.).

·        Stjórnin var sammála um að reifaðar hugmyndir um breytingar á 10. gr. væru varhugaverðar. Standa þyrfti vörð um stöður fagstjórnenda á stofnunum.

7.      Úrsögn Fíh úr BHM – undirbúningur.

·        Formaður tilkynnti stöðu mála og mat lögfræðinga.

·        Formanni, varaformanni og fjármálastjóra falið að eiga viðræður við forystu BHM um tilvonandi úrsögn FÍH úr BHM.

·        Rætt var um uppgjör við BHM og styrktar-og sjúkrasjóði sérstaklega með stofnun sambærilegra sjóða innan FÍH í huga.

8.      Staða kjarasamninga.

·        Staða kjarasamninga rædd. Ákveðið að fylgjast vel með undirbúningi fjárlagagerðar og eftirfylgd stöðugleikasáttmála.

Til kynningar:

9.      Fundur í Work Force Forum í Reykjavík 14. og 15. september.

10.  Önnur mál.

Fundi slitið kl. 15:30

Næsti fundur 27. Okt. 2009

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fundarritari

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála