Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

5. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2009 – 2010

8. desember2009

Þriðjudaginn 8. desember 2009 kl. 13:00

 

  

Mættir:  

Elsa B. Friðfinnsdóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Dóróthea Bergs, Fjóla Ingimundardóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason, Helga Atladóttir, Hildur Einarsdóttir, Íris Dröfn Björnsdóttir, Jónbjörg Sigurjónsdóttir, Kristín Thorberg, Svanhildur Jónsdóttir, Þórdís Borgþórsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir, Sigurveig Gísladóttir.

 

Boðuð forföll:

Stella S. Hrafnkelsdóttir.

 

 

Til afgreiðslu: 

 1. Fundargerð síðasta fundar.
  1. Samþykkt.
 2. Reglur um ferða- og dvalarkostnað.
  1. Farið yfir breytingartillögur formanns á reglum um ferða- og dvalarkostnað. Tillögurnar samþykktar.

Til umræðu:

 1. Rekstraryfirlit jan-október 2009 –
  1. Áætlun virðist ætla að standast með örlitlum hagnaði.
  2. Hagnaður er að myndast í starfsmenntunarsjóði. Samþykkt að biðja stjórn starfsmenntunarsjóðs um að endurskoða úthlutunarreglur sjóðsins
  3. Fjárstýring á fjármunum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
 2. Hugmyndir um að færa fjármuni meira úr hefðbundnum innlánsreikningum í fjárfestingasjóði. Stjórnin samþykkti að fela fjármálastjóra og gjaldkera að finna bestu úrræðin með hag félagsins að leiðarljósi.
 3. Kjarakönnun Fíh –
  1. Cecilie B. Björgvinsdóttir, sviðstjóri kjara- og réttindasviðs kom á fundinn og sagði frá nýafstaðinni kjarakönnun.
 4. Úrsögn Fíh úr BHM – undirbúningur.
  1. Formaður sagði frá stöðu mála varðandi úrsögn Fíh úr BHM. Málið í góðum farvegi.
 5. Frumvörp er varða heilbrigðisþjónustu.
  1. Stjórnin samþykkti að álykta um fyrirhugaða breytingu á hjúkrunarheimilum að þau færist frá Heilbrigðisráðuneytinu til Félagsmálaráðuneytisins.
 6. Reglur orlofssjóðs – ávinnsla orlofspunkta (3. gr.).
  1. Umræður um ávinnslu orlofspunkta, stjórnin hugsar það mál frekar.

 

Til kynningar:

 1. Önnur mál.
  1. Umræður um fjárlögin og auglýsingar 10. des.
  2. Umræður um fyrirhugað framhaldsnám sjúkraliða í geðhjúkrun.
  3. Umræður um niðurskurð og öryggismörk í heilbrigðiskerfinu.
  4. Umræður um diplómanám, hvernig er staðan á því?


Fundi lauk kl. 16.15.

Næsti fundur áætlaður 19. janúar 2010.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fundarritari.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála