Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Umsögn um frumvarpsdrög

10. mars 2010

 

                                                                                                                        Reykjavík 10. mars 2010

 

 

Guðríður Þorsteinsdóttir

Heilbrigðisráðuneytið

Vegmúla 3

150 Reykjavík

 

 

Efni: Umsögn um frumvarpsdrög til breytinga á lögum um geislavarnir nr. 44/2002

 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þakkar fyrir beiðni um umsögn um frumvarpsdrög til breytinga á lögum um geislavarnir nr. 44/2002.

 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir yfir ánægju sinni með breytingatillögurnar og styður eindregið að börnum og ungmennum yngri en 18 ára séu óheimil afnot af sólarlömpum í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga styður frumvarpsdrögin þar sem bannið er sett á grundvelli heilbrigðissjónamiða og í fullu samræmi við stefnu félagsins í forvörnum og heilsueflingu landsmanna.

 

 

Með kveðju.

F.h. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

 

 

 

 

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, RN, MSc

Sviðstjóri fagsviðs

Félag íslenskra hjúkrunarfæðinga

 

 

 

 

Umsagnir

Forvarnir

Heilsuvernd

Til bakagreinasafn