Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Umsögn um frumvarp til laga

2. júní 2010

 

                                               

Reykjavík 2. júní 2010

 

 

Nefndarsvið Alþingis

Austurstræti 8-10

150 Reykjavík

 

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 44/2002, um geislavarnir, með síðari breytingum.

 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þakkar fyrir að fá tækifæri til að veita umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 44/2002, um geislavarnir, með síðari breytingum.

 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir yfir ánægju sinni með breytingatillögurnar sem fram koma í 9. grein laganna, þar sem félagið styður eindregið að börnum og ungmennum yngri en 18 ára séu óheimil afnot af sólarlömpum í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum.

 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga styður frumvarpið þar sem bannið er sett á grundvelli heilbrigðissjónamiða og í fullu samræmi við stefnu félagsins í forvörnum og heilsueflingu landsmanna.

 

 

Með kveðju.

F.h. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

 

 

 

 

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, RN, MSc

Sviðstjóri fagsviðs

Félag íslenskra hjúkrunarfæðinga

 

 

 

 

Umsagnir

Forvarnir

Heilsuvernd

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála