Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun stjórnar Fíh um áfangaskýrslu um eflingu heilsugæslunnar

2. september 2010
Reykjavík 2. september 2010Ályktun stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga:


Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) mótmælir harðlega þeim áherslum sem fram koma í áfangaskýrslu um eflingu heilsugæslunnar. Í áfangaskýrslunni er eingöngu fjallað um þann þátt í starfsemi heilsugæslustöðva er lýtur að læknisþjónustu. Hjúkrunarfræðingar og fleiri fagstéttir gegna mikilvægu hlutverki innan heilsugæslunar. Þetta hlutverk ætti að efla bæði með tilliti til hagsmuna þeirra sem leita til heilsugæslunnar og fjárhagslegra hagsmuna. Nefnd þeirri sem vinnur að skýrslunni er meðal annars ætlað að leggja fram tillögur er varða forvarnir, fræðslu, kennslu og heilsugæslu í skólum. Hjúkrunarfræðingar eru leiðandi á þessum sviðum heilsugæslunnar. Víða í nágrannalöndum okkar hafa hjúkrunarfræðingar tekið að sér viðameiri verkefni í heilsugæslunni og aukið þannig aðgengi almennings að grunn heilbrigðisþjónustu. Stjórn Fíh leggur áherslu á að sú leið verði einnig farin hér á landi og mun senda nefndinni tillögur þar að lútandi.
Stjórn Fíh mótmælir einnig skipan nefndarinnar harðlega. Í nefndinni sitja fjórir læknar en aðeins einn hjúkrunarfræðingur. Í ljósi þess að mun fleiri hjúkrunarfræðingar en læknar starfa í heilsugæslunni hefði meira jafnvægi átt að ríkja milli þessara stétta í nefndinni. Slíkt hefði leitt til raunhæfari og árangursíkari tillagna um eflingu heilsugæslunnar.
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,


Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
Ályktanir

Heilsugæsla

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála