Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Umsögn um frumvarp til laga

10. desember2010

 

                                                                                                                                                Reykjavík 10. desember 2010

 

 

Nefndasvið Alþingis

Austurstræti 8 - 10

150 Reykjavík

 

 

Efni:   Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, 301. mál.

 

 

 

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) þakkar fyrir að fá tækifæri til að veita umsögn um ofangreint frumvarp.

 

Stjórnin leggur áherslu á að breyting á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna verði í þessu tilfelli gerð með sama hætti  og gert var 1989 og 1990, þegar verkefni heilbrigðisstofnana voru flutt frá sveitarfélögunum til ríkisins.  Breytingin þá var efnislega á þann veg að félagsmenn viðkomandi bæjastarfsmannafélaga gátu valið hvort þeir væru áfram í viðkomandi félagi, eða flyttu sig yfir í samsvarandi félög ríkisstarfsmanna. Hið sama gilti um nýja starfsmenn þ.e. þeir höfðu einnig val um félagsaðild.

 

Stjórn Fíh gerir ekki aðrar athugasemdir við frumvarp þetta.

 

 

Virðingarfyllst,

 

F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,

 

 

________________________________________

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður

Umsagnir

Kjaramál

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála