Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Umsögn um tillögu til þingsályktunar

17. febrúar 2011

 

                                               

 

Reykjavík 17. febrúar 2011

 

 

Nefndasvið Alþingis

Austurstræti 8 - 10

150 Reykjavík

Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðgöngumæðrun, 310. mál.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) þakkar beiðni um umsögn um ofangreina tillögu til þingsályktunar um staðgöngumæðrun. Að mati stjórnar Fíh er staðgöngumæðrun fyrst og fremst siðfræðilegt álitamál og tengist fremur lífsviðhorfum einstaklinga en menntun. Stjórnin mun því ekki gefa efnislega umsögn um málið. Stjórn Fíh hvetur hins vegar til þess að efnt verði til opinnar umræðu á sem flestum sviðum samfélagsins um þetta mál áður en Alþingi samþykkir umrædda tillögu til þingsályktunar. Þá varar stjórnin við því að Íslendingar gangi lengra í sinni löggjöf en aðrar norðurlandaþjóðir.

 

F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,

 

 

____________________________________

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður

Umsagnir

Heilbrigðiskerfið

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála