Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

9. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2010 – 2011

5. apríl 2011

þriðjudaginn 5. apríl 2011 kl. 11:00-14:30

Mættir:

Elsa B. Friðfinnsdóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Áslaug Birna Ólafsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason, Helga Atladóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Hildur Einarsdóttir, Ingibjörg Þórisdóttir, Íris Dröfn Björnsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir, Kristín Thorberg, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Sigurveig Gísladóttir (á fjarfundi), Svanhildur Jónsdóttir og Stella S. Hrafnkelsdóttir.

Boðuð forföll:

Þórunn Sævarsdóttir.

Gestir:

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, Cecilie B. Björgvinsdóttir og Vigdís Hallgrímsdóttir.

 

Til afgreiðslu:

1.   Fundargerð síðasta fundar.

Síðasta fundargerð samþykkt.

2.   Stefna félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum. Aðalbjörg J. Finnbogadóttir og Vigdís Hallgrímsdóttir komu á fundinn kl. 11:15.

Umræða var um stefnumótunarskjalið og þakkað var fyrir þá umfangsmiklu vinnu sem hefur farið fram.  Tilögur hafa borist um breytingar og styttingu á texta og útfærslu á framsetningu.  Þær tillögur hafa verið settar á verkefnavef. Umræða var um að draga fram fyrstu áhersluatriðin í aðgerðaráætlun stefnunnar og setja í starfsáætlun fyrir 2011-2012 með mælanlegum markmiðum.  Ákveðið var að heimildarlisti er tengist stefnumótunarvinnunni verði aðgengilegur sem fylgiskjal. Frestur fyrir stjórnarmenn er til mánudagsins 11. apríl n.k. að skila nefndinni frekari ábendingum um stefnuna.

 

3.   Minnisblað um skoðun á byggingu orlofshúss í Grímsnesi.

Samkvæmt samantekt á minnisblaði um skoðun á byggingu orlofshúss eru 3 meginvalkostir í stöðunni:

  1. Ganga frá samningi við Silfurafl í samræmi við tilboð þeirra.
  2. Ganga til samninga við þann aðila sem byggði fyrra orlofshúsið við Lokastíg.
  3. Láta teikna frá grunni nýjan bústað í samræmi við óskir orlofsnefndar.

Stjórn Fíh samþykkti að fara leið nr. 1 og ganga frá samningi við Silfurafl í samræmi við tilboð þeirra. Með hliðsjón af hvernig þetta mál hefur gengið fyrir sig fór fram umræða hvernig staðið er að samningu við verktaka vegna stærri verkefna. Samþykkt var að þegar farið er í stærri verkefni á vegum Fíh, sem starfsmenn geta ekki tekið að sér, þá skuli leita tilboða hjá 3-5 aðilum til að leita hagstæðustu tilboða og koma í veg fyrir hagsmunatengsl. Þetta verklag skal sett í gæðaskjal Fíh. Fram kom að fjármálastjóri fer reglulega í að kalla eftir tilboðum í verkefni hjá Fíh.


 

Til umræðu:

4.   Tillögur til lagabreytinga á aðalfundi 19. maí

Laganefnd lagði fram ýmsar hugmyndir að lagabreytingum.  Umræður voru m.a. um:

  • Aðild, hvernig öðlast má fulla aðild að félaginu.
  • Siðanefnd.
  • Kjör varaformanns.
  • Framkvæmdaráð og skipan þess.

Samþykkt var að fela lagahópnum að gera lágmarksbreytingar og síðan færi framhaldsvinna í gang fyrir aðalfund 2012 fyrir umfangsmeiri breytingar á lögum félagsins.

5.   Fyrstu drög að starfssemisskýrslu og starfsáætlun fyrir 2011-2012

Umræðu frestað til næsta fundar.

Til kynningar:

6.   Önnur mál

  • Drög að starfsáætlun og lagbreytingum þarf að vera tilbúin fyrir næsta fund 26. apríl n.k. Endurskoðandi mun koma á þann fund.

 

  • Frumvarp um lög um heilbrigðisstarfsmenn var lagt fram til Alþingis og lítill frestur var gefinn á athugasemdum.  Ein breyting var gerð er varðar nemendur í heilbrigðisgreinum, er lokið hafi 2/3 náms, sem Landlæknir getur gefið tímabundið leyfi til starfa og var óljóst hvaða faghópur bæri ábyrgð á nema.  Gerð var athugasemd við þetta og breyting var gerð, þannig að nú á þetta á eingöngu við um læknanema.

7.   Næsti fundur stjórnar

Ákveðið var að hafa starfsdag stjórnar 26. apríl 2011 frá kl. 10-16.

 

 

 

Herdís Gunnarsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála