Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun aðalfundar Fíh um fjárveitingar til hjúkrunarmenntunar

19. maí 2011
Ályktun aðalfundar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 19. maí 2011

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 19. maí 2011 varar eindregið við þeim alvarlegu afleiðingum sem skertar fjárveitingar til hjúkrunarfræðináms munu hafa á gæði námsins og menntun hjúkrunarfræðinga þegar til lengri tíma er litið.

Fjárveitingarnar byggjast á tveimur meginþáttum, annars vegar fjölda nemenda og hins vegar á rannsóknavirkni kennara deildanna. Eina leið stjórnenda hjúkrunarfræðideilda háskólanna til að bregðast við skertum fjárveitingum er því að draga úr kennslu til nemenda, fækka umræðutímum og minnka leiðsögn. Slíkt mun augljóslega leiða til lakari árangurs nemendanna og hafa neikvæð áhrif á gæði heilbrigðisþjónustunnar í framtíðinni.

Aðalfundurinn hvetur stjórnvöld til að horfa til framtíðar og tryggja áframhaldandi góða heilbrigðisþjónustu með því meðal annars að falla frá skerðingum á fjárveitingum til hjúkrunarfræðináms hér á landi.

Ályktanir

Menntun

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála