Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun um styrk hjúkrunarfræðinga

19. maí 2011
Reykjavík 19. maí 2011
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra
Velferðarráðuneytið 
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu
150 Reykjavík


Efni:  Ályktun aðalfundar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 19. maí 2011


Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 19. maí 2011 hvetur stjórnvöld til að nýta krafta og þekkingu stéttarinnar enn betur en nú er gert, til hagsbóta fyrir íslensku þjóðina.
Hjúkrunarfræðingar eru stærsta heilbrigðisstéttin á Íslandi. Menntun þeirra er víðtæk og tekur á heilbrigði og veikindum einstaklinga. Í krafti sinnar breiðu þekkingar og fjölbreyttra starfa hafa þeir mikla yfirsýn bæði á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Fagleg færni og umhyggja fyrir einstaklingum, frá vöggu til grafar, eru leiðarljós í störfum stéttarinnar. Sérfræðiþekking fer sívaxandi í hjúkrun og nýta má enn betur þá auðlind við uppbyggingu á sérhæfðri þjónustu sem miðar að þörfum sjúklinga og eflingu heilbrigðis. 


F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
____________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Ályktunin birtist á vefsvæði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Heilbrigðiskerfið

Ályktanir

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála