Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Umsögn um drög að frumvarpi

23. janúar 2012

 

Reykjavík 23. janúar 2012

 

 

Atvinnuveganefnd Alþingis

Austurstræti 8-10

150 Reykjavík

 

 

Efni: Umsögn um drög að frumvarpi um notkun skráargatsmerkisins á Íslandi.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) þakkar beiðni um umsögn um drög að frumvarpi um notkun skráargatsmerkisins á Íslandi.

 

Fíh lýsir yfir ánægju sinni og fullum stuðningi við það að veita ráðherra heimild til að setja reglugerð um notkun skráargatsmerkisins hér á landi, þar sem hollustumerking getur verið mikilvægur liður í aðgerðum fyrir bættri heilsu almennings í landinu. Félagið telur að reglugerð um Skráargatið sé mikilvægt skref í að tryggja rétta notkun Skráargatsins og stuðli að auknum trúverðugleika merkisins. Því sé nauðsynlegt að fylgja fordæmi Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur um setningu reglugerðar um Skráargatið.

 

Fíh leggur áherslu á að Ísland verði þátttakandi í samnorræna hollustumerkinu Skrárgatinu og að hér á landi gildi sömu reglur, skilyrði og vinnulag varðandi innleiðingu og notkun þess. Félagið tekur því undir tillögur MAST um að setja textann inn á eftir 18.gr. a sem 18.gr. b og fella niður b hluta 1.gr.

 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur stjórnvöld til að auka enn á möguleika landsmanna til að velja hollari vörur með verðstýringu á því sviði.

 

 

Með kveðju.

F.h. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

 

 

 

 

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, RN, MSc

Sviðstjóri fagsviðs

Félag íslenskra hjúkrunarfæðinga

 

 

Forvarnir

Heilsuvernd

Umsagnir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála