Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

9. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2011 – 2012

27. mars 2012

 

þriðjudaginn 27. mars 2012 kl. 11:00

Mættir

Ragnheiður Gunnarsdóttir, Kristín Thorberg, Hildur Einarsdóttir, Gunnar Helgason, Sigríður Kristinsdóttir, Björk Elva Jónasdóttir, Stella Hrafnkelsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Svanhildur Jónsdóttir, og fundarritari Þórunn Sævarsdóttir

Gestir

Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri

Boðuð forföll

Guðbjörg Pálsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir og Elsa B Friðfinnsdóttir, Áslaug Birna Ólafsdóttir, Margrét Blöndal og Ingibjörg Halla Þórisdóttir.

Til afgreiðslu

1.   Fundargerð síðasta fundar.

. Fundargerð samþykkt með framkomnum breytingum.

2.   Staðfesting starfslýsinga. 

Frestað.

3.   Lagabreytingar-samþykki stjórnar.

Frestað.

4.   Rekstraráætlun styrktar-og sjúkrasjóða.

Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri kom og gerði grein fyrir stöðu sjóðanna. Útlit er fyrir halla á styrktar-og sjúkrasóðum þetta árið og er verið að finna leiðir til að mæta þessum halla með breyttum úthlutunarreglum. Stjórn sjóðanna telur mikilvægt að standa vörð um meginhlutverk sjóðanna sem er að koma til móts við félagsmenn í veikindum. Hallinn á sjúkrasjóðnum verður áfram til staðar en sjóðurinn hefur samt sem áður staðið undir sér það sem af er ári. Aftur á móti er sjóðurinn lítill og þar af leiðandi miklar sveiflur í stöðu hans, sem ræðst eftir úthlutunarþörf þeirra félagsmanna sem eru aðilar að sjúkrasjóðnum. Það sem af er ári hefur verið samdráttur í úthlutun úr sjúkrasjóð en aukning í úthlutunum úr styrktarsjóð. Sjóðirnir eru nú þegar í 60 miljón króna skuld við félagssjóð. Kynntar voru tillögur frá stjórn sjóðanna um breytingar á úthlutunarreglum sem gætur dregið úr halla sjóðanna en án þess að meginhlutverk þeirra breyttist. Þ.e áfram væri stutt við félagsmenn í veikindum. Stjórn sjóðanna lagði til lækkun allra styrkja að undanskildum sjúkradagpeningum og fæðingarstyrk. Auk þess lagði stjórnin til að lengja tímann milli þess sem hægt er að fá úthlutað ákveðnum styrkjum.  Sólveig kynnti einnig ýmsar tillögur sem gætu komið til móts við halla sjóðanna og hvernig þær kæmu út fyrir fjárhagslega stöðu þeirra. Miklar umræður voru um það hvaða aðferðir væru ásættanlegar þar sem allar breytingar snerta félagsmenn og geta mögulega komið sér illa. Tillaga frá stjórn sjóðanna var borin undir atkvæði, 5 voru samþykkir. Ekki var leitað móttatkvæða, tillagan hlaut því ekki brautar gengi.

Til umræðu

5.   Starfsreglur stjórnar.

Frestað.

6.   Starfsemisskýrsla – starfsemisáætlun. .

Frestað.

7.   Fulltrúi Fíh í stjórn LSR.

Frestað

Til kynningar

8.   Ímynd og áhrif.

Herdís Gunnarsdóttir kynnti stöðu verkefnisins. Markmið þess er að styrkja stöðu Fíh  og standa vörð um hagsmuni félagsmanna, einnig að efla samstöðu, áhrif, ímynd og kjör hjúkrunarfræðinga. Í byrjun árs 2012 var gerð könnun meðal félagsmanna Fíh. Góð þátttaka var í henni og þeir þættir sem skoruðu hæst vörðuðu ímynd og áhrif stéttarinnar. Í framhaldi hafa nú verið settir af stað 3 vinnuhópar skipaðir félagsmönnum. Vinnuhópunum er ætlað að koma með tillögur til úrbóta varðandi skipulag Fíh, ímynd hjúkrunar og kjör hjúkrunarfræðinga.  Vinna hópanna skiptist í 3 spretti sem hver tekur 2 vikur, í lok hvers spretts skila hóparnir af sé skýrslu.

9.   Staðan í BHM málinu.

Héraðsdómur vísaði málinu frá dómi með vísan til þess að stefnandi (félagsmaður Fíh) hefði ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Ekkert var fjallað um þá hagsmuni sem felst í rétti til styrkja úr sjóðnum og helst í hendur við aðild að sjóðnum. Eins var ekki fjallað um það að styrktarsjóður Fíh var settur á fót til bráðabirgða og stendur mun verr fjárhagslega en styrktarsjóður BHM og þar af leiðandi eru réttindi félagsmanna Fíh veikari.  Stjórn samþykkti einróma að kæra málið til Hæstaréttar

10.       Tillaga um stofnun siðaráðs og siða- og sáttanefndar.

11.       Frestað. Önnur mál.

Engin önnur mál, ákveðinn aukafundur 24. apríl.

                                                                      

                                                                                                                             Fundi slitið kl 13:15.

Þórunn Sævarsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála