Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

1. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2012 – 2013

12. júní 2012

                                                                                           

 

þriðjudaginn 12.júní  2012 kl. 14:00

Mættir

Elsa B. Friðfinnsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Kristín Thorberg,  Gunnar Helgason, Björk Elva Jónasdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir,  Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Margrét Blöndal, Arndís Jónsdóttir, Eva Hjörtína Ólafsdóttir,  Hrönn Hákansson, Hlíf Guðmundsdóttir, Jónína Sigurgeirsdóttir, Jóhanna Kristófersdóttir og fundarritari Sigríður Kristinsdóttir,

Boðuð forföll

Fjóla Ingimundardóttir

1. Starfsemi Fíh - kynning-

Nýjir stjórnarmenn mættu á kynningu kl. 11:00

Til afgreiðslu

2. Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð samþykkt án athugasemda

3. Kosning varaformanns FÍH, gjaldkera og ritara stjórnar. 

Tveir stjórnarmeðlimir buðu sig fram til varaformanns þær Herdís Gunnarsdóttir og Ragnheiður Gunnarsdóttir og þurfti 2 atkvæðagreiðslur til að fá fram úrslit í þeirri kosningu og var Ragnheiður Gunnarsdóttir kosin varaformaður með 9 atkvæðum gegn 8 sem féllu Herdísi í vil. Gunnar Helgason bauð sig einn fram í starf gjaldkera og Sigríður Kristinsdóttir sem ritari stjórnar.

4. Fundaplan stjórnar og ákvörðun um aðalfund 2013.

 Stefnt er að því að halda sjö stjórnarfundi næsta starfsár og sú breyting verður að þeir verða klukkustund lengri en sl. starfsár.

Þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 14:00-16:00

Þriðjudaginn 28. ágúst 2012 kl. 11:00-15:00

Þriðjudaginn 23. október 2012 kl. 11:00-15:00

Þriðjudaginn 11. desember 2012 kl. 11:00-15:00

Þriðjudaginn 29. janúar 2013 kl. 11:00-15:00

Þriðjudaginn 19. mars 2013 kl. 11:00-15:00

Þriðjudaginn 16. apríl 2013 kl. 11:00-15:00

Ákveðið var að aðalfundur verði haldinn föstudaginn 3. maí 2013  kl. 10:00-15:00. 

Til umræðu

5. Ímynd, áhrif og kjör hjúkrunarfræðinga - næstu skref.

Herdís Gunnarsdóttir: Hópurinn sem vann að þessu verkefni hefur skilað af sér og hélt sinn síðasta fund 8.júní sl. Mikið af gögnum eru til eftir þessa vinnu og nú er að finna leiðir til að flétta útkomuna inn í starf félgsins. Fimm atriði stóðu uppúr, þau voru: Upplýsingar og samskipti, menntun og forysta, ímyndin og umhverfið, sóknarfæri og frumkvæði, og skipulag félagsins.

6. Endurskoðun námskrár hjúkrunarfræðideildar HÍ.

Formaður FÍH, Elsa B. Friðfinnsdóttir, sendi deildarforseta hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands bréf þar sem farið er fram á formlega og virka aðkomu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að endurskoðun námskrár deildarinnar.

Elsu var í kjölfarið, boðið að taka þátt í vinnudegi kennara við hjúkrunarfræðideild þann 14. júní. Óskað er eftir 8-10 mínútna framsögu þar sem eftirfarandi spurningum verði svarað:

1) Hver eru að þínu mati grunngildi hjúkrunarmenntunar?

2) Hver er skoðun þín á lengd grunnnáms í hjúkrunarfræði?

3) Hvaða áherslubreytingar (ef einhverjar) telur þú þurfa í grunnnámi í hjúkrunarfræði?

4) Hver er framtíðarsýn þín á grunnnám í hjúkrunarfræði m.t.t. þarfa samfélagshópa (hvaða færniþætti þarf að styrkja)?

Þó nokkur umræða fór fram um málefnið en allir voru sammála um að grunngildi hjúkrunarmenntunar væru þekking, færni og umhyggja. Einnig var rætt um stuttan tíma í klínísku námi, skv. kennsluskrá HÍ er það 820 stundir en skv. evróputilskipun ætti það að vera 2300 stundir (þessi þættir eru m.a. þeir sem eru bornir saman þegar verið að að bera saman hjúkrunarnám milli landa.) Auka þarf áherslu á samskiptafærni fagmennsku, teymisvinnu og nýsköpun.  

7. Framgangskerfi - starfsþróunarkerfi. Gunnar Helgason hefur framsögu.

Gunnar vildi vekja athygli á nýju starfsþróunarkerfi fyrir hjúkrunarfræðinga á LSH. Rætt var stuttlega um í hverra þágu það væri og hvort  hjúkrunarfræðingar væru að fá framgang skv. því. Ákveðið var að taka þessi mál fyrir á stjórnarfundi í október nk.

Til kynningar

8.  Skipun siða- og sáttanefndar.

Lagt er til að skipa í nefndina til eins árs (fram að næsta aðalfundi) til að hún geti strax tekið til starfa. Tillaga hefur komið fram um að skipa eftirfarandi í nefndina: Guðbjörg Svafa Ragnarsdóttir, Þórgunnur Hjaltadóttir og Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal. Varamenn: Aðalbjörg J. Finnbogadóttir og Hildur Helgadóttir. Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

9.  Endurskoðun til hækkunar launa formanns - Tillaga frá Herdísi Gunnarsdóttur

Laun formanns stjórnar Fíh hafa ekki verið tekin til endurskoðunar á síðast liðnum 5 árum.  Hefð hefur verið fyrir því að viðmiðunarlaun formanns stjórnar Fíh séu laun framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítala.  Nú hefur nýr framkvæmdastjóri hjúkrunar tekið til starfa frá aprílmánuði 2012 og í kjölfar þess er tilefni til að endurskoða starfs- og launakjör formanns Fíh.

Í starfsreglum stjórnar Fíh segir:

„Stjórnin ákvarðar laun formanns og önnur starfskjör, gengur frá starfslýsingu hans, setur honum erindisbréf og veitir honum lausn frá störfum.  Laun formanns skulu miðast við hæstu röðun í launatöflu í samningum félagsins við ríkið. Stjórn felur tveimur fulltrúum stjórnar umboð til að annast samninga við formann um laun og önnur starfskjör.  Gerður skal skriflegur ráðningarsamningur við formann sem lagður er fyrir stjórn.“

 

 

Í samræmi við starfsreglur stjórnar og ofangreind rök er lögð fram eftirfarandi tillaga:

Stjórn Fíh felur 3 fulltrúum úr stjórn, gjaldkera, ritara og einum stjórnarmanni umboð til að annast endurskoðun á starfs- og launakjörum formanns til samræmis við viðmiðunarlaun.

Tillögur um breytingu og samkomulag við formann liggi fyrir eigi síðar en 1. júlí 2012 og skrifleg breyting á starfs- og launakjörum í ráðningarsamningi formanns taki gildi frá sama tíma.

Tillaga þessi er samþykkt og eru þá Gunnar Helgason gjaldkeri, Sigríður Kristinsdóttir  ritari og Herdís Gunnarsdóttir sem munu taka það að sér að endurskoða starfs- og launakjör formanns.

10. Notkun fjarfundabúnaðar í stjórn og vegna fræðslu - Kristín Thorberg.

Samþykkt var að vísa þessum lið til framkvæmdaráðs FÍH.

                                                                      

                                                                             Fundi slitið kl 16:15, næsti fundur er þriðjud. 28.ágúst.

Sigríður Kristinsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála