Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

3. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2012 – 2013

23. október 2012

þriðjudaginn 23.október 2012 kl. 11:00

Mættir

Elsa B. Friðfinnsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Kristín Thorberg,  Gunnar Helgason, Björk Elva Jónasdóttir, Jóhanna Oddsdóttir,  Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Margrét Blöndal, Arndís Jónsdóttir, Eva Hjörtína Ólafsdóttir,  Hrönn Hákansson, Hlíf Guðmundsdóttir, Jónína Sigurgeirsdóttir, Jóhanna Kristófersdóttir og fundarritari Sigríður Kristinsdóttir,

Boðuð forföll

Guðbjörg Pálsdóttir

Til afgreiðslu:

1.   Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð samþykkt með framkomnum breytingatillögum.

2.     Fulltrúar Fíh á CNR fundi og ICN ráðstefnu í Melbourne í maí 2013.

Samþykkt var að núverandi formaður félagsins ásamt alþjóðafulltrúa fari á CNR fundinn í Melbourne á næsta ári og formaðurinn fari svo í framhaldi af fundinum á ICN ráðstefnuna. Ljóst er að þetta verður langt og kostnaðarsamt ferðalag. Elsa kemur til með að taka sæti í stjórn ICN á þessum fundi.

Til umræðu:

3.     Rekstraryfirlit fyrstu átta mánuði ársins –

Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri mætir á fundinn og fer yfir rekstraryfirlit fyrstu átta mánuði ársins og höldum við okkur innan marka enn sem komið er.

4.     Framgangskerfi – starfsþróunarkerfi.

Gunnar Helgason hefur framsögu.  Undanfarin ár hefur Landspítalinn þróað starfsþróunarkerfi fyrir hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Í því þurfa hjúkrunarfræðingar að fylla út starfsþróunarbækur, sækja ákveðin námskeið og fara í viðtal við deildarstjóra. Til er skjal með „verklagsreglum“ LSH um nánari útfærslu á starfaflokkunum og tímamörkum fyrir hvern starfaflokk. Ákvörðun um starfsflokkaröðun er síðan gerð á grundvelli þess sem í bókunum stendur, verklagsreglunum og annarra reglna sem til eru skv. upplýsingum frá LSH. Kerfið er að mörgu leiti ógagnsætt, erfitt er að fá heildaryfirsýn yfir það,  hvaða reglur gilda, hvaða námskeið þarf að klára og hvernig aðrir þættir sem hjúkrunarfræðingar þurfa að fylla út í starfsþróunarbókunum eru metnir í endanlegri úrvinnslu.

 

5.     Stofnanasamningar – staða mála.

Einungis er búið að ganga frá tveimur stofnanasamningum frá síðustu kjarasamningum það er í Mörkinni og á Reykjalundi Á öðrum stöðum um landið er misjafnt hvað er í gangi, sums staðar er endurskoðun í gangi, einhverjir eru að bíða eftir að Landspítalasamningurinn verði í höfn eða það er lítið sem ekkert að gerast í þessum málum. Miklar umræður spunnust um lið 4 og 5 og er álit flestra að framgangskerfið og stofnanasamningar séu ekki það tæki sem til stóð að það yrði til að hjúkrunarfræðingar næðu að hækka sig í launum.

6.      Samkomulag tengt launajafnrétti kynjanna -

Þann 24. október 2012 ætlar forsætisráðherra að efna til samkomu og undirrita samkomulag við þá hagsmunaaðila sem helst tengjast þessu. Formaður Fíh hafði fengið boð um að Fíh yrði aðili að samkomulaginu en það boð var síðan afturkallað.  Töluverðar umræður voru um málið. Elsa formaður er þegar búin að skrifa grein sem birtist á heimasíðu hjúkrunarfélagsins þar sem hún lýsir vanþóknun sinni á þessum vinnubrögðum ráðherra og hafa fjölmiðlar landsins einnig sett sig í samband við hana út af þessu.

7.   Reglugerð um hjúkrunarfræðinga -

Formaðurinn kynnti þær athugasemdir sem félagið vill gera við reglugerðina og gerðar voru nokkrar athugasemdir í viðbót og síðan verður hún send til baka til ráðuneytisins.

8.     Drög að heilbrigðisáætlun til 2020.

Fíh fékk tækifæri til að koma að vinnu við og veita umsögn um drög að heilbrigðisáætlun til 2020. Félagið hefur gert þó nokkrar athugasemdir og lagt til breytingar þannig að heilbrigðisstefnan geti orðið það leiðarljós í heilbrigðismálum sem nauðsynlegt er fram til 2020. Frekari áhugi er fyrir hendi hjá félaginu að taka þátt í frekari vinnu við þetta verkefni.

9.   Skýrslur tengdar erlendu samstarfi -

Kynntar skýrslur  frá ICN workforce forum 2012 sem fór fram í september sl. í Kanada sem fulltrúar félagsins sátu.  

10.           Skipun í siðaráð.

Samþykkt var á aðalfundi félagsins sl. vor að skipa siðaráð. Stjórnarmenn beðnir að tilnefna hjúkrunarfræðinga fyrir næsta stjórnarfund sem verður í desember, því  þá  verður gengið frá skipan í siðaráð.

11.       Haustþing N-Fíh og LA

Kristín Thorberg kynnti stuttlega nýafstaðið Haustþing Læknafélgas Akureyrar og Norðurlandsdeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga en efni þingsins var að þessu sinni Heilbrigðisþjónusta í dreyfbýli.

Til kynningar:

12.             Hjúkrunarþing 2. nóvember.

Heilsugæsla eða læknamóttaka? Heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Hlutur hjúkrunar í heilsugæslu  eru efni þingsins að þessu sinni. Þingið er haldið í samvinnu við fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðingar. Dagskráin er metnaðafull og eru stjórnarmenn hvattir til að mæta. Þátttaka er ókeypis

13.       Aðild að Acendio

Fíh barst þakkarbréf frá stjórn Acendio  sem er ánægjuleg viðurkenning á stuðningi félagsins við starfsemina.

 

 

 

Fundi slitið kl. 14:30

Næsti fundur er 11. desember 2012

Sigríður Kristinsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála