Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

7. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2012 – 2013

7. mars 2013

þriðjudaginn 19.mars 2013 kl. 11:00

Mættir:

Jóhanna Oddsdóttir, Hrönn Håkansson, Guðbjörg Pálsdóttir, Margrét Blöndal, Jóhanna Kristófersdóttir, Björk Elva Jónasdóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Kristín Thorberg, Elsa B Friðfinnsdóttir, Gunnar Helgason, Eva Hjörtína Ólafsdóttir, Jónína Sigurgeirsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Arndís Jónsdóttir, og fundarritari Sigríður Kristinsdóttir

Boðuð forföll:

Aðaheiður D Matthíasdóttir, Fjóla Ingimundardóttir

Til afgreiðslu:

1.   Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt

2.   Stofnun dómsmálanefndar Fíh.

Frestað til næsta stjórnarfundar

3.   Skipun starfshóps um endurskoðun laga Fíh fyrir aðalfund 2015.

Samþykkt var á fundi í byrjun árs 2012 að fara í endurskoðun laga félagsins og skyldi þeirri vinnu vera lokið vorið 2015. Þá verður komin fimm ára reynsla af nýju skipulagi félagsins, en stjórnarmönnum fannst ástæða til að flýta þeirri vinnu og  leggja til að stofnaður verði lítill hópur til að byrja með og tilnefndir voru 3 stjórnarmenn í hann,  þeir eru: Eva Hjörtína Ólafsdóttir, Kristín Thorberg og Jónína Sigurgeirsdóttir

4.   Umræður um formannskjör

Herdís Gunnarsdóttir og Ragnheiður Gunnarsdóttir víkja af fundi.

Rætt var um meinta ágalla á framkvæmd skriflegs hluta kosningarinnar sem lúta að eftirfarandi atriðum: Texta á bakhlið atkvæðaseðils, meðferð atkvæðaseðla sem bárust beint á skrifstofu félagsins, póststimplun umslaga með atkvæðaseðlum og sannreyningu póstlagðra atkvæðaseðla í ljósi uppgefins skilafrests. Stjórnin samþykkti einróma að óska eftir áliti hæstarréttalögmanns með sérþekkingu á kosningamálum um lögmæti kosninganna.

 

5.   Tillögur stýrihóps um breytingar á störfum og skipulagi Fíh eftir vinnu starfsmanna félagsins.

Töluverðar umræður spunnust um þessar tillögur og niðurstaðan varð að óska eftir betri kynningu á tillögunum og ákveðið að taka þetta mál aftur á dagskrá á næsta fundi stjórnar.

Til umræðu:

6.   Fjárhagsáætlun fyrir 2013

a.     Alþjóðamálin

b.    Laun starfsmanna á skrifstofu Fíh

c.     Starfslok formanns

Afgreiðslu frestað til næsta stjórnarfundar.

7.   Fjárhagsáætlun sjóða félagsins.

Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri kynnir. Áætlanir sjóðanna eru samþykktar en þó með fyrirvara við áætlanir Sjúkra- og styrktarsjóð vegna þeirra stöðu sem þeir eru í. En til stendur að stofna formlega Styrktar- og sjúkrasjóð á aðalfundi 3. maí nk.

8.   Starfsreglur stjórnar - endurskoðun.

Afgreiðslu frestað til næsta stjórnarfundar

9.   Tillaga til aðalfundar um stofnun Styrktar- og sjúkrasjóðs – starfsreglur.

Afgreiðslu frestað til næsta stjórnarfundar.

10.       Starfssemisáætlun 2013-2014.

Afgreiðslu frestað til næsta stjórnarfundar.

Til kynningar:

11.       Skipurit LSH.

Lögmaður félgsins sendi bréf til velferðarráðherra með athugasemdum við nýtt skipurit LSH en ekki hefur borðist svar við því bréfi.

12.       Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.

Reglugerðin er enn ókláruð af hendi ráðherra velferðarmála.

13.       Önnur mál.

Auka stjórnarfundur ákveðinn 2. apríl nk. Kl 11:00

Fundi slitið kl. 15:00

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála