Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

2. fundur stjórnar Fíh 2013 – 2014

20. ágúst 2013

þriðjudaginn 20. ágúst 2013 kl. 11:00

Mættir:

Arndís Jónsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason, Herdís Gunnarsdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Hrönn Håkansson, Jóhanna Kristófersdóttir, Jónína Sigurgeirsdóttir, Ólafur G. Skúlason, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Sigríður S. Kjartansdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Svanlaug Guðnadóttir.

Boðuð forföll:

Brynja Dögg Jónsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir.

Til afgreiðslu:

1.     Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

 

2.      Einstaklingsmál  - Trúnaðarmál

Umræða um ólögmæta uppsögn hjúkrunarfræðings í starfi. Formaður og sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs afla frekari upplýsinga og afgreiðsla verður á næsta stjórnarfundi.

3.     Starfslok formanns - Trúnaðarmál

4.     Uppbygging og auglýsing laganefndar

Samkvæmt niðurstöðu á fyrsta stjórnarfundi leitaði Ólafur til Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur sem leiddi vinnuna við síðustu endurskoðun laga. Samkvæmt upplýsingum frá henni varð einungis hluti nefndarinnar var virkur.

Rætt var um hvort nota ætti sambærilega aðferð við þessa endurskoðun laganna eða mynda starfshóp stjórnar.

Samþykkt var að mynda starfshóp stjórnar og hann skipa:

Ólafur G. Skúlason, formaður Fíh

Jónína Sigurgeirsdóttir, fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga,

Ardís Jónsdóttir, fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga,

Sigrún Jóhannesdóttir, svæðisdeild Vesturlands

Ragnhildur Gunnarsdóttir, varaformaður Fíh

Herdís Gunnarsdóttir, meðstjórnandi, formaður laganefndar

 

 

5.     Breyting á framkvæmdarráði

Ólafur ræddi um breytingu á uppbyggingu framkvæmdaráðs. Í dag eru það formaður, varaformaður og 2 starfsmenn af skrifstofu sem skipa ráðið. Ólafur lagði fram tillögu þess efnis að breyta framkvæmdaráði Fíh og í því sætu formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og einn meðlimur  úr stjórn Fíh.

 

Tillagan samþykkt einróma.

 

Nýtt framkvæmdaráð verður því skipað eftirfarandi aðilum starfsárið 2013-2014:

1.     Ólafur G. Skúlason, formaður Fíh

2.     Ragnheiður Gunnarsdóttir, varaformaður Fíh,

3.     Gunnar Helgason, fagdeild gjörgæsluhjúkrunarfræðinga, gjaldkeri Fíh,

4.     Guðbjörg Pálsdóttir,fagdeild bráðahjúkrunarfræðinga, ritari stjórnar Fíh,

5.     Jóhanna Kristófersdóttir, stjórnarmeðlimur.

 

Verkefnin ráðsins starfsárið 2013-2014 verða meðal annars eftirfarandi:

            1) Endurskoða starfsemi skrifstofu félagsins

            2) Endurskoða tilgang, verkefni og vald framkvæmdaráðs

            3) Endurskoða starfsreglur stjórnar Fíh

 

Til umræðu:

6.      Útgáfumál

a)     Vefsíða

Samkvæmt ákvörðun stjórnar á 1. Stjórnarfundur 7. Júní síðastliðinn ræddi Ólafur við Esko slf. Um framlengingu á verksamningnum um vefumsjón. Esko slf. samþykkti framlengingu á samningnum til 1. október 2013. Nefnd um vefsíðumál skilar af sér greinargerð sem fyrst.

b)     Nýr meðlimur í nefnd um vefsíðu.

Eva Hjörtína Ólafsdóttir, fulltrúi fagdeildar um viðbótarmeðferð í hjúkrun, gengur úr nefndinni samfara því að hún gengur úr stjórn þar sem hún hefur hafið störf sem kjararáðgjafi á skrifstofu félagsins. Sigríður S. Kjartansdóttir, svæðisdeild Suðurlands, tekur hennar sæti í nefndinni og gegnir jafnframt formennsku hennar.

c)     Facebook síða félagsins

Til er facebook síða fyrir Fíh,  en hún hefur verið lokuð fram að þessu. Ákveðið er að virkja hana og mun Ólafur G. Skúlason, formaður, leiða þetta verkefni til að byrja með.

 

7.     Kynning á sex mánaða uppgjöri félagsjóðs og annara síða.

Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri kom á fundinn og kynnti 6 mánaða fjármálauppgjör félagsins og annara sjóða .

 

 

Félagssjóður:

·       Staða félagsjóðs er betri en áætlun  og munurinn 125%.

·       Júní er fyrsti mánuðurinn þar sem inn koma lægri iðgjöld félagsmanna og getur það fært niðurstöðuna nær áætlun þó staðan sé betri miðað við áætlun.

·       Aðrar tekjur eru yfir áætlun: Betri auglýsingatekjur tímaritsins og framlög sjóða til félagssjóðs eru hærri.

·       Allir gjaldaflokkar eru innan áætlunar nema laun og launatengd gjöld. Laun á skrifstofu eru í 3% yfir áætlun.

·       Annar rekstrarkostnaður er 8% undir áætlun. Helst ber að nefna rekstur tölvukerfis sem er 18% yfir og verður það líklega út árið m.a. vegna nýrrar kerfisleigu í byrjun árs.

·       Stjórnun og umsýsla er 9% undir áætlun og Tímarit hjúkrunarfræðinga er undir áætlun.

·       Heildarniðurstaða er tap upp á 3,8 milljónir.

 

Aðrir sjóðir:

·       Staða allra sjóða er betri en gert var ráð fyrir.

·       Vinnudeilusjóður er sér á báti en raunstaða þó betri en sýnt er þar sem ávöxtun fjármuna skilar sér ekki en fyrr en í lok árs .

·       Orlofsjóður er 94% yfir áætlun.

·       Starfsmenntunarsjóður 50% yfir áætlun.

·       Vísindasjóður 4% yfir áætlun.

·       Styrktarsjóður er 24% yfir áætlun. Skuld sjóðanna við félags- og vinnudeilusjóði er komin niður í tæplega 60 milljónir króna úr 95 milljónum króna.

 

8.     Breyting á fjárhagsáætlun félagssjóðs

Lagðar var fram breytingartilögur við fjárhagsáætlun af Ólafi G. Skúlasyni, formanni

Breytingartillögur eru eftirfarandi:

·       Hækka iðgjöld vegna fyrirsjáanlegrar hækkunar á iðgöldum. Einróma samþykkt

·       Hækkun áætlunar vegna hærri vinnuprósentu fjármálastjóra og sviðsstjóra kjara- og réttindasviðs til að sinna vinnu innan tilskilins vinnutíma. Einróma samþykkt

 

Til kynningar:

1.     Fundur með heilbrigðisráðherra 3. júlí og 13. ágúst.

Ólafur G. Skúlason, formaður, Ragnheiður Gunnarsdóttir, varaformaður og Herdís Gunnarsdóttir, og Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, sviðsstjóri fagsviðs Fíh  hittu heilbrigðisráðherra 3. júlí og gekk sá fundur vel.

Ólafur hitti einnig  ráðherra 13. ágúst með Helgu Sæunni Sveinbjörnsdóttur frá fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga, Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sigrúnu Gunnarsdóttur frá hjúkrunarfræðideild HÍ. Heilbrigðisráðherra er nú þegar með hóp innan ráðuneytisins að vinna að þessum málefnum sem koma fram í minnisblaðinu. Almennt góður fundur.

2.     Myndir af meðlimum stjórnar og netföng

Meðlimir stjórnar eru beðnir um að skila inn myndum og netföngum til Jóns Aðalbjörns á netfangið jon@hjukrun.is. Samþykkt að sett verði upp netföng @hjukrun.is fyrir meðlimi stjórnarsvo almennir hjúkrunarfræðingar hafi betri aðgang að stjórn félagsins.

3.     Ráðning nýs starfsmanns

Eva Hjörtína Ólafsdóttir var ráðin úr röðum 10 umsækjenda í 40% vinnu sem kjararáðgjafi við kjara- og réttindasvið Fíh. Hún hefur störf 1. september 2013 og er boðin velkomin til starfa.

4.     Úrsögn Evu Hjörtínu Ólafsdóttur úr stjórn

Formaður hefur fengið í hendur afsögn Evu Hjörtínu Ólafsdóttur, fulltrúa fagdeildar um viðbótarmeðferð í hjúkrun þar sem hún hefur hafið störf sem kjararáðgjafi á skrifstofu félagsins.

5. Kynning á niðurstöðum starfshóp um sameiningu LH og LSR

Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR og Þorkell Sigurgeirsson skriftstofu- og fjármálastjóri LSR komu á fundinn og kynntu skýrslu um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga: Úttekt á hagkvæmni þess að sameina LH og LSR (ágúst 2013)

Önnur mál:

1.     Athugasemd til Heilbrigðisráðuneytis vegna reglugerðar um hjúkrunarfræðinga

Ólafur ásamt deildarforsetum Hjúkrunarfræðideilda HÍ og HA og formönnum Hjúkrunarráða LSH og HSA sendu inn athugasemd varðandi orðalag 2 mgr. 2 gr. í nýrri reglugerð um hjúkrunarfræðinga. Farið var fram á að 2. mgr yrði felld út enda var hún afar óskýr og hægt að túlka á marga vegu. Ráðherra féllst á þessa beðini og var málsgreinin felld út..

 

2.     Fjárhagsáætlun næsta árs.

Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri og Ólafur G. Skúlason formaður hafa ákveðið að byrja fyrr á næstu fjárhagsáætlun en hefð er fyrir og stefnt að því að kynna hana í stjórn í byrjun október 2013.  Stjórnarmeðlimir eru hvattir til að koma með hugmyndir af verkefnum fyrir næsta stjórnarfund  s.s. áframhaldandi ímyndarverkefni til stjórnar og hægt að gera þá ráð fyrir því í tíma í fjárhagsáætlun.

Fundi slitið kl. 15:20.          Guðbjörg Pálsdóttir, ritari stjórnar

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála