Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

3. fundur stjórnar Fíh 2013 – 2014

1. október 2013

þriðjudagur 1. október 2013 kl. 11:00-15:00


Mættir:

Arndís Jónsdóttir, Brynja Dögg Jónsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason, Herdís Gunnarsdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Hrönn Håkansson, Jóhanna Kristófersdóttir, Jónína Sigurgeirsdóttir, Ólafur G. Skúlason, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Sigríður S. Kjartansdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Svanlaug Guðnadóttir.

 

Boðuð forföll:

 

Gestir:

Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri , Sigrún Guðmundsdóttir og Þórdís Sveinsdóttir frá BDO endurskoðun.

 

Til umræðu

1.     Fundargerð síðasta fundar

·       Samþykkt  með fyrirvara um breytingu á orðalagi.

·       Stjórnarmenn hvattir til að senda ritara athugasemdir skriflega að loknum fundi.

 

2.     Sameining LH og LSR

·       Umræður um skýrslu sem kynnt var á síðasta stjórnarfundi um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga: Úttekt á hagkvæmni þess að sameina LH og LSR (ágúst 2013).

·       Rætt um aðkomu Fíh að stjórn LSR og þær 3 tillögur sem settar voru fram í skýrslunni.

·       Samþykkt að styðja tillögu þrjú um að fjölgað verði um tvo stjórnarmenn í stjórn LSR þannig að Fíh muni skipa einn  stjórnarmann og fjármálaráðherra annan og heildartala stjórnarmanna verði þá tíu talsins.

·       Ragnheiður Gunnarsdóttur og Herdísi Gunnarsdóttur falið að semja drög að bréfi til fjármálaráðherra um þetta mál.

 

3.     Einstaklingsmál

·       Framhald umræðu frá síðasta stjórnarfundi.

·       Stjórn samþykkir að veita styrk þar sem málið er talið fordæmisgefandi fyrir hjúkrunarfræðinga. Um ræðir ólögmæta uppsögn hjúkrunarfræðings.

 

4.     Vefmál

·       Sigríður S. Kjartansdóttir kynnti niðurstöður vinnuhóp stjórnar um vefumsjón félagsins.

·       Mat vinnuhóps að ákjósanlegt sé að fá einstakling til að sinna þessu á vegum félagsins sem starfsmaður

·       Rædd ýmis mál tengd vefnum eins og útlit, aðgengi o.fl. 

·       Formaður sagði frá að nýr aðili er tilbúinn til að taka vefumsjón að sér næstu fimm mánuði. Um er að ræða 40% vinnu og yrði viðkomandi starfsmaður Fíh.

·       Samþykkt er að taka þessu tilboði og vefsíðunefndin komi með tillögur að nýrri síðu fyrir 1. febrúar 2014.  Einnig heildstæðar tillögur um hvernig eigi að hátta netmálum Fíh . Tillögur skulu vera tilbúnar og lagðar fyrir stjórn síðasta lagi fyrir 1. mars 2014.

 

5.     Styrkir til svæðisdeilda

·       Umræður um árlega styrki til svæðisdeilda.

·       Formaður kynnti ákvörðun framkvæmdaráðs Fíh frá fundi 12. september 2013 um úthlutun árlegra styrkja til svæðisdeilda.

·       Stjórn er sammála um að setja þarf viðmið um áætlaðan höfuðstól svæðisdeilda, leiðbeiningar um hvernig árlegu fjármagni skal varið og sniðmát fyrir reikningsskil til Fíh.

·       Málinu er beint til framkvæmdaráðs sem mun svo setja fram tillögur til stjórnar til afgreiðslu á vef stjórnar. 

 

 

Til afgreiðslu:

1.     Innri endurskoðun og áhættur í rekstri

·       Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri, Sigrún Guðmundsdóttir og Þórdís Sveinsdóttir frá BDO endurskoðun komu inn á fundinn undir þessum lið.

·       Endurskoðendur Fíh Sigrún Guðmundsdóttir og Þórdís Sveinsdóttir kynntu aðferðafræði áhættustýringar og innri endurskoðunar.

·       Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri kynnti innra eftirlit og áhættumat Fíh.

 

2.     Drög að fjárhagsáætlun 2014-2015

·       Lagðar fram og ræddar ítarlega tvær fjárhagsáætlanir fyrir  2014 – 2015, annars vegar miðað við 1,3% iðgjald félagsmanna og hins vegar miðað við 1,2% iðgjald.

·       Stjórn samþykkti að styðja fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 - 2015 miðað við 1,2% iðgjald félagsmanna.

·       Áfram verður unnið að áætluninni og næstu drög kynnt á næsta stjórnarfundi.

 

3.     Ályktanir félagsins

·       Frestað til næsta fundar.

 

4.     Styrkveitingar félagsins

·       Frestað til næsta fundar.

 

Önnur mál:

1.     Siðaráð

·       Einn hjúkrunarfræðingur í Siðaráði Fíh hefur sagt sig úr ráðinu.

·       Formaður mun koma með tillögu að öðrum hjúkrunarfræðing í hans stað og setja inn á vef stjórnar til afgreiðslu.

 

2.     Afmæli hjúkrunarfræðideildar 2. október 2013

·       Samþykkt Fíh mun færa deildinni 100.000 kr. í tilefni afmælisins.

 

3.     Ferð formanns á ráðstefnu hjúkrunarstjórnenda í Evrópu

·       Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir formaður fagdeildar hjúkrunarstjórnenda hefur hvatt formann félagsins til að fara á Evrópuráðstefnu hjúkrunarstjórnenda sem haldinn verður í Zürich, Sviss í lok október.

·       Stjórn samþykkir að formaður fari á ráðstefnuna og er áætlaður kostnaður 300.000 kr.

 

4.     Styrkur til náms

·       Lagt fram erindi fyrrum félagsmanns til stjórnar um styrkveitingu til frekara náms.

·       Erindinu er hafnað og er formanni falið að svara viðkomandi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:35

Guðbjörg Pálsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála