Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

6. fundur stjórnar Fíh 2013 – 2014

25. febrúar 2014

þriðjudaginn 25. febrúar 2014 kl. 11:00-15:00

Mættir:
Arndís Jónsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason, Herdís Gunnarsdóttir, Hrönn Håkansson, Jóhanna Kristófersdóttir, Jónína Sigurgeirsdóttir, Ólafur G. Skúlason, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Svanlaug Guðnadóttir. Sigríður S. Kjartansdóttir í fjarfundarbúnaði.

Boðuð forföll:
Brynja Dögg Jónsdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir.

Til afgreiðslu:
1. Fundargerð síðasta fundar
• Samþykkt.

2. Jafnréttisstefna Fíh
• Ólafur kynnti vinnu um jafnrétti milli kynja innan Fíh og er það í takt við stefnu íslenskra stjórnvalda um að brjóta upp kynbundið náms- og starfsvali. Haldinn var sérstakur fundur með karlmönnum í hjúkrun til að fá hugmyndir þeirra um leiðir til fjölgunar karlmanna innan fagsins ásamt því að ræða þær hindranir sem standa í vegi karlmanna sem hyggja á hjúkrunarnám. Verkefninu er stýrt af Velferðarráðuneytinu sem Fíh myndi vinna með en þó með sínar eigin forsendur í nálgun verkefnisins.
• Umræður fóru fram í stjórn og verkefnið stutt. Áframhaldandi vinna í höndum formanns og sviðsstjóra fagssviðs.

3. Skýrsla um eflingu heilsugæslunnar
• Umræður fóru fram í stjórn um skýrsluna. Ákveðið að stjórnarmeðlimir sendi athugasemdir til sviðsstjóra fagsviðs innan viku (fyrir 4. mars).

Til umræðu:
4. Aðalfundur Fíh
• Dagsetningar aðalfundar er mánudaginn 12. maí 2014.
• Umræður voru í stjórn um að breyta fyrirkomulagi aðalfundar og samþykkt var að flytja hann til föstudagsins 9. maí 2014 til að hámarka mætingu með þeim fyrirvara að salarkynni fáist með svo stuttum fyrirvara
• Mikilvægar dagsetningar eru þá:
o 14. mars Auglýsa aðalfundinn
o 28. mars Ársskýrslur fag- og svæðisdeilda þurfa að berast til sviðsstjóra fagsviðs
o 10. apríl Tillögur til lagabreytinga, ársskýrslur sjóða og nefnda, málefni fyrir aðalfundinn og
o 19. apríl útsent skriflegt fundarboð
o 25. apríl Félagsmenn skulu hafa fengið skriflegt fundarboð með dagskrá og tilvísun í vefsvæði
o 1. maí Fíh fyrir fundargögn
o 1. maí Síðasti skráningardagur til að fá atkvæðisrétt á aðalfundi
o 9. maí Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga


5. Starfsmannamál
• Formaður upplýsti stjórn um stöðu mála á þeim breytingum sem framundan eru á skrifstofu Fíh.
• Stjórn hefur fjallað um og samþykkt breytingar á starfslýsingum starfsmanna á skrifstofu Fíh í þeim tilgangi að samhæfa störf og ná markmiðum Fíh með sem hagkvæmustum hætti.
• Ákveðið að stjórn Fíh muni setja fram tilkynningu um breytingarnar á vef Fíh til upplýsinga fyrir félagsmenn.

6. Breyting á nafni félagsins
• Umræður fóru fram um niðurstöður könnunar á viðhorfi félagsmanna til breytingar á nafni félagsins og áætlun um kostnað vegna hugsanlegrar breytingar á nafni og merki félagsins
• Stjórn ákveður einróma að láta málið niður falla þar sem ekki hafi verið sýnd þörf fyrir nafnabreytingu skv. niðurstöðum könnunarinnar.

7. Kynning á tillögum Laganefndar
• Herdís Gunnarsdóttir kynnti lagabreytingartillögur stjórnar.
• Umræður fóru fram í stjórn. Ákveðið að laganefndin klári endanlega útgáfu breytinganna og setji inn á verkefnavef stjórnar til lokaafgreiðslu.

8. Ráðstefna um sögu læknisfræðinnar
• Formaður kynnti bréf frá félagi áhugamanna um sögu læknisfræðinnar sem felur í sér ósk um samstarf vegna fyrirhugaðrar ráðstefnu 12.-18. ágúst 2015 hér á landi. Formaður mun afla frekari upplýsinga hjá Óttari Guðmundssyni formanni félagsins.

Til kynningar:
9. Kynning á starfsemi EFN 2013
• Herdís Gunnarsdóttir kynnti framlag sitt fyrir hönd Fíh til European Federation of Nurses Associations (EFN) og Evrópusamstarfs 2013. Hún hefur verið kosin formaður Europan Nursing Research Foundation (ENFR).

10. Staða sameiningar LH og LSR
Ragnheiður Gunnarsdóttir gerði grein fyrir stöðu máls. Hún ásamt Hauki Hafsteinssyni framkvæmdastjóra LSR og LH voru boðuð á fund fjármálaráðherra þar sem rædd var hugsanleg sameining LH og LSR. Þar var rætt um ýmsar útfærslur sem mögulegar eru á útfærslu sameiningar skv. úttekt sem búið er að gera á hagkvæmni sameiningar. Lögð var áhersla á að ef að sameiningu yrði væru öll réttindi hjúkrunarfræðinga tryggð hjá nýjum sameinuðum sjóði og og einnig að hjúkrunarfræðingar gerðu kröfu um að eiga stjórnarmann í nýjum sameinuðum sjóði.

11. Starfsmenntunarsjóður Fíh
• Formaður gerði grein fyrir þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á störfum stjórnar og starfsmanns starfsmenntunarsjóðs Fíh.

Önnur mál:
12. Ályktun um “the Biggest Looser“
• Formaður gerði grein fyrir aðkomu Fíh að ofangreindri ályktun. Ályktunin var borin undir fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga og fagdeild geðhjúkrunarfræðinga ásamt sérfræðings í hjúkrun átröskunarsjúklinga.

13. Áskorun til heilbrigðisráðherra og allra alþingismanna vegna hópleitar að ristilkrabbameini
• Formaður gerði grein fyrir aðkomu Fíh að ofangreindri ályktun og samþykkti stjórn þátttöku Fíh í ályktuninni.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:10
Guðbjörg Pálsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála