Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun um afleiðingar þess að fækka starfandi hjúkrunarfræðingum

9. maí 2014

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn í Hörpu, föstudaginn 9. maí 2014, lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fækkunar starfandi hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum.
Fíh ítrekar mikilvægi fullnægjandi mönnunar hjúkrunarfræðinga fyrir öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar og bendir á að sífellt fleiri erlendar rannsóknir sýna fram á tengsl milli fjölda hjúkrunarfræðinga og afdrifa sjúklinga. Nýlegar rannsóknir sýna einnig fram á aukna hagkvæmni í rekstri þar sem mannað er með vel menntuðum og reyndum hjúkrunarfræðingum, því þá fækkar óvæntum atvikum og mistökum og legutími styttist.

Heilbrigðiskerfið

Ályktanir

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála