Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun um forvarnir og heilsueflingu

9. maí 2014

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh), haldinn í Hörpu, föstudaginn 9. maí 2014, hvetur heilbrigðisráðherra til að efla heilsugæsluna í landinu með því að leggja áherslu á heilsuvernd, forvarnir, heilsueflingu og heimahjúkrun. Hjúkrunarfræðingar hafa frá upphafi verið í forystu í heilsuvernd og frumheilsugæslu og gegna meginhlutverki á þeim vettvangi um heim allan. Þekking hjúkrunarfræðinga og nálægð þeirra við almenning er grundvöllur markvissra forvarna og heilsueflingu.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að efla þjónustu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) bendir á að fjárfesting í hjúkrunarfræðingum og hjúkrun geti skipt sköpum varðandi bætt heilbrigði þjóðar, þar sem öflug heilsugæsla er lykilatriðið.

Fíh ítrekar að öflug heilsugæsla er forsenda þess að ná betri árangri í að efla heilsu í samfélaginu. Með aukinni áherslu á að nýta betur þekkingu, færni, reynslu og sjálfstæða þjónustu hjúkrunarfræðinga má sinna betur þörfum skjólstæðinganna og auka gæði,skilvirkni og hagkvæmni heilsugæslunnar.

Ályktanir

Heilsugæsla

Forvarnir

Heilsuvernd

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála