Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

2. fundur stjórnar Fíh 2014 – 2015

26. ágúst 2014


Þriðjudagur 26. ágúst 2014 kl. 10:00-14:00

Mættir:
Birgir Örn Ólafsson, , Bylgja Kristófersdóttir, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason, Gyða Ölvisdóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Jóhanna Kristófersdóttir, Ólafur G. Skúlason, Svanlaug Guðndadóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir mætti kl:10:30 og Arndís Jónsdóttir.

Boðuð forföll:
Fjóla Ingimundardóttir, Hrönn Håkansson, Sigríður S. Kjartansdóttir og Brynja Dögg Jónsdóttir

Mættu ekki:
Ragnheiður Gunnarsdóttir


Til afgreiðslu:


1. Fundargerð síðasta fundar
SamþykktTil umræðu:


2. Hundrað ára afmæli Fíh 2019.
Formaður vekur athygli stjórnar á að senn líður að 100 ára afmæli Fíh. Leggur formaður til að stofnuð sé afmælisnefnd sem mun hafa yfirumsjón með skipulagningu afmælisins. Ákveðið er að auglýsa eftir framboðum meðal félagsmanna auk þess sem einn stjórnarmeðlimur mun sitja í nefndinni ásamt fyrrum formanni Fíh. Formaður mun fylgja þessu máli eftir með stórn á basecamp. Auglýst verður á vefnum eftir áhugasömum hjúkrunarfræðingi og formaður hefur samband við fyrri formenn Fíh.

3. Starfshópur fyrir endurskoðun laga.
Vísað til síðasta fundar stjórnar. Formaður mun sitja í þeirri nefnd auk þeirra sem valdir voru á síðasta fundi. Herdís Gunnarsdóttir mun líkt og áður stjórna verkefninu. Í hópnum sitja auk hennar Arndís Jónsdóttir, Sigríður S. Kjartansdóttir, Aðalbjörg J. Finnbogadóttir og Cecilie Björgvinsdóttir.

4. Advanced nursing practice.
Formaður og sviðstjóri fagsviðs sátu ráðstefnu um advanced nursing practice í Finnlandi í ágúst síðastliðnum. Umræða skapaðist um mögulega þróun hjúkrunar og þau skref sem þarf að taka í þessum málum á íslandi. Löngu tímabært er að starfsvið hjúkrunarfræðinga þróist í takt við aukna grunnmenntun þeirra, framhaldsnáms og færni. Unnið verður að þessum málum áfram. Formaður og sviðstjóri fagsviðs vinna þetta áfram.Umræða um hjúkrunarþyngd sjúklinga, mönnunarmódel og öryggisstaðla á heilbrigðisstofnunum. 


Almenn umræða utan dagskrár:


5. Umræða um hjúkrunarþyngd sjúklinga, mönnunarmódel og öryggisstaðla á heilbrigðisstofnunum.

6. Fjárhagur Fíh.
  • Margrét fjármálastjóri fer yfir fyrsta hálfa árið. Niðurstaða betri en áætlað var. Gert ráð fyrir lægri iðgjöldum á seinni hluta ársins sem mun koma fjárhagi félagsins nær því sem áætlað var. 
  • Farið yfir stöðu styrktarsjóðs. Skuldir sjóðsins greiðast upp í haust og stjórn styrktarsjóðs vinnur nú að nýjum úthlutunarreglum. 

7. Ákæra hjúkrunarfræðings LSH.
Formaður er í sambandi við umræddan hjúkrunarfræðing og fær hún þá aðstoð sem félagið getur veitt í þessu máli. Formaður hefur haft samband við félög hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum með það að leiðarljósi að fordæmi sé fyrir svipuðum málum. Fyrirtaka málsins er áætluð í september en líklegast er að aðalmeðferð þess verði ekki fyrr en í nóv/des/ jan.


8.Tímarit hjúkrunarfræðinga.
Áframhaldandi umræða frá fyrra starfsári. Ristjóri mun leggja fram rafrænt sýnishorn af TH á næsta stjórnarfundi sem hentugt er fyrir spjaldtölvur. Stjórn almennt sammála um að rafræn útgáfa sé það sem koma skal og stefnt er að sú verði raunin í samráði við ritnefnd. Formaður mun boða til samstarfsnefndarfundar fljótlega.


Til kynningar:


9.Starfsemi fag- og kjarasviðs í vetur.
Formaður fer yfir helstu verkefni sviðanna tvegga í vetur og vísar til starfsemisáætlunar fyrir starfsárið. Fagsvið vinnur nú að eflingu öldrunarhjúkrunar í samstarfi við fagdeild öldrunarhjúkrunar. Mikil vinna mun fara í jafnréttisáætlun félagsins í samvinnu við stjórnvöld. Auk þess hefur alþjóðastarf sviðsins aukist til muna.
Mörg einstaklingsmál eru virk hjá kjarasviðinu og mörg þeirra afar flókin viðfangs. Framundan er hörð kjarabarátta. Undirbúa þarf baklandið fyrir mögulegar aðgerðir nái samninganefndir ekki saman. Á næsta stjórnarfundi mun Cecilie Björgvinsdóttir kynna launaþróun hjúkrunarfræðinga.

10. Staða verkefnisins „mínar síður“.
Frestun verður á verkefninu um einhvern tíma á meðan nýr verkefnastjóri setur sig inn í þau kerfi sem verða á mínum síðum og verkefnið í heild.

11. Trúnaðarmál.  


Önnur mál:


12. Dir- CPD
Formaður hefur stutta kynning á Directive 55 hjá Evrópusambandinu, áður Dir. 36. Í tilskipuninni er fjallað um faglega hæfni heilbrigðisstarfsmanna og frítt flæði vinnuafls milli landa. Meðal þess sem er í henni er Continueous professional development klausa (CPD). Þar er tiltekið að til að halda leyfi sem hjúkrunarfræðingur eða heilbrigðisstarfsmaður þurfi viðkomandi stétt (hjfr, læknar, ljósmæður, dýralæknar og tannlæknar) að viðhalda sér í faginu með endur- símenntun. Ekki er útfært í Dir. 55 hvernig CPD skuli háttað að svo stöddu. Formaður vill fá að vita hver skoðun stjórnarmanna er á klausunni. Stjórn er sammála um mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar haldi sér við í faglegri þekkingu og er því jákvæð fyrir þessari klausu. Tilskipunin hefur verið samþykkt af ESB og er nú í innleiðingu meðlima þess. EES löndin eru rétt að byrja í innleiðingu og þar má meðal Ísland. Fíh er vel inn í þessu máli og hefur boðið velferðarráðuneytinu að taka þátt í þeirri vinnu sem felst í innleiðingu tilskipunarinnar.

13. Fundartímar
Verða framvegis klukkan 10:15

14. Þjónustukönnun.
Ef eru einhverjar spurningar sem við viljum varpa til félagsmanna skal senda þær til formanns. Spurningar verða að hafa markmið til að hægt sé að bregðast við þeim. Senda spurningar fyrir næsta föstudag.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:05.
Jóhanna Kristófersdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála