Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Umsögn um öryggi sjúkraskráa

9. janúar 2015
Reykjavík 9. janúar 2015


Velferðarráðuneytið
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu
150 Reykjavík


Umsögn um drög að reglugerð um sjúkraskrá.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) leggur áherslu á að tryggt verði með reglugerð um sjúkraskrá að hjúkrunarfræðingar sem starfa á heilbrigðisstofnunum hafi þann aðgang að sjúkraskrám sem nauðsyn beri til vegna starfa þeirra.

Í drögum að fyrirmælum landlæknis varðandi öryggi og gæði sjúkraskráa, 1. útgáfa, október 2014, kemur fram að hjúkrunarfræðingar eru í settir í hóp sem nefnist „sjúkraskrárhópur – venjulegur“. Samkvæmt honum hafa þeir aðgang að sjúkraskrám sjúklinga sem þeir hafa meðferðartengsl við og þeirra sem þeir sinna ráðgefandi þjónustu fyrir. Hins vegar hafa þeir ekki aðgang að svokölluðum „vörðum deildum“ eins og geðdeildum.

Hjúkrunarfræðingar sem t.d. vinna á bráðamóttöku og fleiri deildum, sérfræðingar í hjúkrun sem sem fara milli deilda og hjúkrunarfræðingar í útskriftateymi þurfa að hafa fullan aðgang að upplýsingum um sjúklinga, einnig þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða.

Fíh ítrekar að hjúkrunarfræðingar sem starfs síns vegna þurfa að hafa fullan aðgang að sjúkraskrám verði tryggður sá aðgangur, þar með talinn aðgangur að svokölluðum vörðum deildum.

Virðingafyllst,

Ólafur G. Skúlason, formaður
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga


Heilbrigðiskerfið

Öryggi og gæði

Umsagnir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála