Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

5. fundur stjórnar Fíh 2014 – 2015

4. febrúar 2015

Miðvikudagur 4. febrúar 2015 kl. 10:15

Mættir:
Birgir Örn Ólafsson, Brynja Dögg Jónsdóttir, Bylgja Kristófersdóttir, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Jóhanna Kristófersdóttir, Ólafur G. Skúlason, Ragnheiður Gunnarsdóttir og Svanlaug Guðnadóttir.

Boðuð forföll:
Arndís Jónsdóttir, Gunnar Helgason, Fjóla Ingimundardóttir og Hrönn Håkanson.
Á fjarfundi: Ragnhildur Rós Indriðadóttir.
Ekki mættir:

Til afgreiðslu:1. Fundargerð síðasta fundar
Samþykkt.

2. Nýjar úthlutunarreglur styrktarsjóðs Fíh
Kynntar eru tillögur að nýjum úthlutunarreglum styrktarsjóðs. Fæðingarstyrkur verður óbreyttur 200 þúsund krónur. Hækkaðir verða sjúkradagpeningar í samræmi við meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga og er það um 29% á opinbera markaðnum. Inneign hvers og eins hjúkrunarfræðings byggist á greiddum iðgjöldum atvinnurekanda fyrir viðkomandi hjúkrunarfræðing. Veittir verða styrkir fyrir líkamsrækt, gleraugnakaup, sjúkraþjálfun, krabbameinsskoðun, o.s.frv. Allir styrkir er skattskyldir fyrir utan líkamsræktarstyrk. Inneign hjúkrunarfræðinga í sjóðnum flyst milli ára og getur nýst í allt að 5 ár. Ferlið verður rafrænt að stærstum hluta og munu hjúkrunarfræðingar geta séð sína stöðu á „mínum síðum“ þar sem einnig verður sótt um styrkina. Áfram veittir útfararstyrkir og verða þeir hækkaðir í 350.000 kr. Í lok apríl eiga mína síður að vera orðnar virkar á vef félagsins og verður þá hægt að hefja úthlutun. Úthlutunin í ár byggist á innkomu 2 síðustu mánaða ársins 2014 þar sem þá var lokið að greiða upp skuldir sjóðsins og safna í höfuðstól. Árið 2016 mun verða greitt út miðað við innkomu heils árs 2015. Gengið var til atkvæða um þessa breytingu og hún samþykkt

3. Fjárhagsáætlanir sjóða
a. Margrét Jónsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið. Orlofssjóður sambærilegur miðað við undanfarin ár. Eina breytingin er sú að wow air bjóða ekki lengur upp á ávísun fyrir flugmiða en Flugfélag Íslands hefur bæst við. Nýjar reglur fyrir Styrktarsjóð munu taka gildi gildi (sjá lið 2). Ekki verða styrktar kynnisferðir félagsmanna. Minni kostnaður er áætlaður þar sem bókhald er nú fært á skrifstofu Fíh en ekki lengur keypt slík þjónusta frá Arion banka.

Til umræðu:3. Kjarakönnun Fíh 2014
a. Cecilie B.H. Björgvinsdóttir sviðstjóri kynnir niðurstöður. Formaður og sviðstjóri kjarasviðs munu útdeila upplýsingum úr könnuninni eftir því sem þurfa þykir.

4. Kjarasamningar 2015
a. Cecilie B.H. Björgvinsdóttir sviðstjóri situr fundinn undir þessum lið. Farið er yfir helstu kröfur félagsins í næstkomandi kjarasamningum og tölulegar upplýsingar. Formaður og sviðstjóri kjarasviðs funda nú með félagsmönnum víðsvegar um land til að kanna vilja félagsmanna í kjaramálum.

5. Tímarit Hjúkrunarfræðinga
Ritnefnd skilaði áliti og bendir á ákveðna þætti tengda fræðilega hluta tímaritsins sem nefndin vill bæta. Sumt af því tekur langan tíma svo sem html form á greinum o.s.frv. Fíh getur sparað 6 milljónir með rafrænni útgáfu og mætti nota þá peninga til að skoða næstu skref varðandi frekari þróun rafrænnar útgáfu tímaritsins. Herdís verkefnastjóri Fíh er að skoða möguleika á að setja inn leitarvél. Ólafur fundar með formanni ritnefndar í næstu viku til að ræða starfsemi ritnefndar og hlutverk þeirra. Einróma samþykkt að halda áfram með app útgáfu tímarits eins og til stóð.

Til kynningar;6. Mínar síður
Verkefnið er á áætlun, búið er að hanna útlit og verið að fínpússa ýmis atriði. Verður þetta til mikilla bóta fyrir félagsmenn og auðveldar umsýslu á skrifstofu. Virkjar hinn almenna hjúkrunarfræðing og gerir hann að meiri þátttakenda í sínum málefnum. Allt verður mun aðgengilegra á síðunni s.s. kjarasamningar, kannanir o.fl. Áætlað er að mínar síður komist í notkun í lok apríl.

 

Önnur mál:a) formannskjör
Ólafur G. Skúlason er sjálfkjörinn formaður Fíh á næsta kjörtímabili 2015-2017 þar sem enginn önnur framboð bárust.

b) Lífeyrissjóðsmál
Ragnheiður Gunnarsdóttir kynnti starfsemi Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga. Þar greiða um 350 manns iðgjöld en 950 þiggja lífeyrisgreiðslur. Fyrir þá sem vinna hjá ríkinu þá tæmist sjóðurinn árið 2027. Hjá almenna markaðnum tæmist sjóðurinn 2018 miðað við þetta. Sextíu prósent fá greiðslu samkvæmt meðallaunagreiðslu og 40% fá greitt samkvæmt eftirlaunagreiðslum. Innlendar eignir sjóðsins eru 59% og erlendar 41%. Aðallega er verið að selja ríkissbréf til að fjármagna greiðslur. Talið ólíklegt að sjóðirnir verði sameinaðir.

c) Óhefðbundnar meðferðir.
Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um óhefðbundnar meðferðir verður haldin 18. – 20. maí næstkomandi (www.intergrativenursing2015.is). WHO gaf út skýrslu í sambandi við óhefðbundnar meðferðir og er þar hvatt til þess að öll lönd marki sér stefnu í óhefðbundnum meðferðum. Stjórn Fíh telur að fagdeild um viðbótameðferð í hjúkrun skoði málið betur og hafi samband við heilbrigðisnefnd alþingis til að mótuð verði stefna óhefðbundinna meðferða á Íslandi.

d) Geðrækt í skólahjúkrun
Lýst er yfir áhyggjum skólahjúkrunarfræðinga varðandi geðrækt nemenda. Viðvera skjólahjúkrunarfræðinga er minni en áður, þeir hafa fleiri nemendum að sinna og ná ekki að sinna geðrækt sem skyldi. Skólahjúkrunarfræðingur er eini starfsmaðurinn sem sinnir sálfélagslegri þjónustu í skólum. Oft er leitað til skólahjúkrunarfræðings vegna andlegrar og sálrænnar vanlíðan. Fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga er að skoða þessi mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:45
Jóhanna Kristófersdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála