Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

9. fundur stjórnar Fíh 2014 – 2015

5. maí 2015

Þriðjudagur 5. maí 2015 kl. 10:15

Mættir:
Birgir Örn Ólafsson, Brynja Dögg Jónsdóttir, Bylgja Kristófersdóttir, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Jóhanna Kristófersdóttir, Ólafur G. Skúlason og Svanlaug Guðnadóttir.

Boðuð forföll:
Arndís Jónsdóttir, Hrönn Håkansson og Ragnheiður Gunnarsdóttir.

Á fjarfundi:

Ragnhildur Rós Indriðadóttir.

Til afgreiðslu:

 1. Fundagerðir 7. og 8. stjórnarfundar.
  Samþykktar.

 2. Úthlutunarreglur vinnudeilusjóðs
  Hildur Einarsdóttir formaður Vinnudeilusjóðs kynnti drög að úthlutunarreglum.

 3. Siðareglur Fíh
  Aðalheiður D. Matthíasdóttir, formaður Siðaráðs kynnti siðareglur.
  Ákveðið var að endurskoða siðareglur vegna erindis frá siða- og sáttanefnd Fíh þess efnis og vegna endurskoðunar siðareglna ICN. Horft var m.a. til Noregs við uppbyggingu á siðareglunum. Siðareglur ICN voru notaðar í grunninn ásamt eldri siðareglum félagsins. Vinnusmiðja var sett í gang árið 2013 og í kjölfarið var tilnefndur rýnihópur sem las yfir og lagfærði reglurnar. Einnig var fenginn prófarkalestur í lokin. Skjalið var samþykkt af stjórn Fíh til tilkynningar á aðalfundi.

 4. Endurskoðun ársins
  Endurskoðendur BDO fara yfir ársreikning og niðurstöðu endurskoðunar ásamt Sólveigu Stefánsdóttur fjármálastjóra Fíh.

 5. Starfsemisskýrsla stjórnar 2014-2015
  Samþykkt.

 6. Starfsáætlun stjórnar 2015-2016
  Sett inn í áætlun að unnið verði að fjölgun hjúkrunarfræðinga í samráði við Velferðarráðuneyti. Telst hún samþykkt.


Til umræðu/kynningar:
 1. Kynning á A prófum
  Helga Jónsdóttir deildarforseti hjúkrunarfræðideildar og Brynja Örlygsdóttir kynntu A-próf. Þetta eru aðgangspróf en ekki inntökupróf sem byggja á SAT prófum að bandarískri fyrirmynd. Einkunn í ensku, íslensku og stærðfræði af stúdentsprófi gilda 30% og aðgangspróf 70%. Lagadeild og hagfræðideild hafa notað þetta próf. Hæstu 100 nemendur komast inn í hjúkrunarfræðideild. Stúdentspróf af bóknámsbraut er ekki lengur skilyrði til náms í hjúkrunarfræði. A-próf skiptist í 5 hluta: lesskilning, stærðir og reiknanleika, ensku, upplýsinganotkun og málfærni. Verið er að mæla hæfni og getu einstaklinga til háskólanáms. Farið er yfir niðurstöður A-prófs ásamt yfirferð á stúdentsprófseinkunnum úr ensku, íslensku og stærðfræði.

 2. Aðalfundur
  Farið er yfir hvaða ályktanir verði settar fram á aðalfundi. Taka þarf formlega ákvörðun um að halda félagsgjöldum óbreyttum. Stjórn samþykkir að halda félagsgjöldum óbreyttum.

Önnur mál:

 1. Skýrsla um eflingu öldrunarhjúkrunar
  Unnið er með fagdeild öldrunarhjúkrunar um skýrslu um eflingu öldrunarhjúkrunar. Skýrslan verður sett inn á basecamp vefinn og svo opinberlega birt þegar hún er tilbúin. Skýrslan verður birt rafrænt og send á viðeigandi stofnanir.

  Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:30
  Jóhanna Kristófersdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála