Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun um mat á menntun og ábyrgð til launa.

18. maí 2015
Ályktun stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um mat á menntun og ábyrgð til launa.

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn 18. maí 2015, hvetur stjórnvöld til að ganga til samninga við hjúkrunarfræðinga um réttmæt launakjör svo ekki þurfi að koma til boðaðs verkfalls þeirra þann 27. maí.

Hjúkrunarfræðingar eru burðarstoðin í íslensku heilbrigðiskerfi. Fjögurra ára háskólanám og mikil ábyrgð í starfi endurspeglast ekki í kjörum þeirra sem eru umtalsvert lakari en annarra háskólamenntaðra opinberra starfsmanna. Enn eru laun hefðbundinna kvennastétta ekki sambærileg við laun hefðbundinna karlastétta.Við þetta verður ekki unað lengur.

Sífellt fleiri hjúkrunarfræðingar leita nú í önnur störf eða flytja af landi brott þar sem í boði eru hærri laun og betra starfsumhverfi. Öflugt, öruggt, hagkvæmt og skilvirkt heilbrigðiskerfi verður ekki tryggt án aðkomu hjúkrunarfræðinga. Stjórnvöld verða því að meta menntun og ábyrgð þeirra til hærri launa.

Hjúkrunarfræðingar telja boðaðar verkfallsaðgerðir óhjákvæmilegar til að ná fram leiðréttingu á þeirra kjörum. Engu að síður lýsir aðalfundur Fíh yfir miklum áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga og afleiðingum þess á heilbrigðiskerfið.

Ályktanir

Kjaramál

Mönnun

Kjaramál

Landspítali

Mönnun

Menntun

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála