Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

3. fundur stjórnar Fíh 2015 – 2016

16. ágúst 2015
Sunnudagur 16. ágúst 2015 kl. 16:00

Mættir:
Arndís Jónsdóttir, Bylgja Kristófersdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Hrönn Håkansson, Jóhanna Kristófersdóttir, Ólafur G. Skúlason, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir.

Boðuð forföll:
Birgir Örn Ólafsson og Díana Dröfn Heiðarsdóttir.

Á fjarfundi :
Kristín Thorberg, Ólöf Árnadóttir og Svava Björg Þorsteinsdóttir.

Gestir:
Jón Sigurðsson lögmaður Fíh og Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh.


Til afgreiðslu:
 1. Fundargerð síðasta fundar
  Samþykki frestast til næsta fundar.

 2. Gerðadómur - niðurstöður
  Farið var yfir niðurstöðu gerðadóms og þær prósentuhækkanir sem hjúkrunarfræðingar hljóta næstu 4 árin. Einnig var farið er yfir bókanir og dómsátt sem gerð var milli Fíh og SNR. Lesa má niðurstöðu gerðadóms á heimasíðu Fíh.
 3. Dómsmál
  Lögmaður félagsins fór yfir forsendur þess máls sem það hefur höfðað gegn íslenska ríkinu vegna lagasetningar á verkfall hjúkrunarfræðinga og BHM. Í ljós hefur komið að dómur Hæstaréttar Íslands tekur á flest öllum þeim forsendum sem Fíh leggur til grundvallar í máli sínu og telur þær ekki nægjanlegar til að fá lögum 31/2015 hnekkt. Þau atriði sem eftir standa þ.e. lengd verkfalls og fjöldi samningafunda eru ekki nægjanleg til að málið nái fram að ganga. Einkum vegna þess að í áliti Landlæknis og forstjóra heilbrigðisstofnana er ástandinu lýst þannig að almannahagsmunir hafi verið í húfi. Lengd verkfallsins var átján dagar en samlegðaráhrif þess við verkfall BHM og þar áður verkfall lækna gera það að verkum að ástandið var svo slæmt sem raunin var. Því breytir lengd verkfalls hjúkrunarfræðinga engu um það hvert ástandið var í heilbrigðiskerfinu þann dag sem lögin voru sett.
  Í ljósi ofangreinds samþykkir stjórn að hætt skuli við dómsmál á hendur ríkinu vegna lagasetningar á verkfall hjúkrunarfræðinga.

 4. Beiðni til siða- og sáttanefndar – trúnaðarmál

 5. Uppsögn ritstjóra tímarits Fíh
  Christer Magnússon ritstjóri tímarits Fíh hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. október 2015. Sautján umsóknir hafa borist vegna starfs ritstjóra. Formaður og varaformaður munu fara yfir umsóknir og kalla umsækjendur til viðtals. Að því loknu verður málið tekið fyrir í framkvæmdaráði Fíh. Formaður hefur haft samráð við formann ritnefndar varðandi ráðningu ritstjóra. Formaður Fíh hefur einnig mætt á fundi ritnefndar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45
Jóhanna Kristófersdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála