Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

4. fundur stjórnar Fíh 2015 – 2016

15. október 2015

Fimmtudagur 15. október 2015 kl. 10:15

Mættir:
Arndís Jónsdóttir, Birgir Örn Ólafsson, Bylgja Kristófersdóttir, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Jóhanna Kristófersdóttir, Kristín Thorberg, Ólafur G. Skúlason, Ólöf Árnadóttir og Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir.

Boðuð forföll:
Hrönn Håkansson og Ragnhildur Rós Indriðadóttir.

Á fjarfundi
Svava Björg Þorsteinsdóttir.

Mætti ekki
Ragnheiður Gunnarsdóttir

Til afgreiðslu:


 1. Fundagerð síðasta fundar.
  Skoðast samþykkt

 2. Fjárhagsáætlun 2016
  Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri fór yfir fjárhagsáætlun Fíh. Farið var yfir áætlun og rekstur ársins 2015 og áætlun fyrir árið 2016. Einnig var farið yfir langtímafjárhagsáætlun Fíh til 2020. Áætlanir eru vel innan þess ramma sem lagt var upp með í fyrra. Gerðar eru breytingar á liðum sem hafa farið fram úr undanfarin ár til að endurspegla betur þann rekstur sem Fíh er í raun með. Rætt var um hækkun á hámarksiðgjaldi félagsmanna í samhengi við hækkandi tekjur félagsmanna.
  Fjárhagsáætlun var einróma samþykkt.

Til umræðu/kynningar:

 1. Staða í kjaraviðræðum.
  Formaður fór yfir stöðu máli í kjaraviðræðum Fíh. Ekki er búið að ganga frá samningum við Reykjavíkurborg og sveitarfélögin. Samningur við Reykjavíkurborg hefur tafist vegna verkfalls SFR, sjúkraliða og lögreglumanna hjá ríkinu en er langt kominn. Samningurinn við sveitarfélögin rann út í lok ágúst og eru viðræður við sveitarfélögin að fara af stað. Fyrst er verið að ganga frá samningum við þá sem hafa verið með samninga laus í lengri tíma og eru hjúkrunarfræðingar næstir á dagskránni.
  Skrifað hefur verið undir samning við Samtök fyrirækja í velferðarþjónustu og verður hann kynntur fyrir félagsmönnum þann 26. október.

 2. Kynning nýs ritstjóra
  Helga Ólafs er nýráðin ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga kynnti sig fyrir stjórn og fór yfir sínar hugmyndir varðandi tímaritið. Helga er með BS-próf í sálfræði, MA í blaða- og fréttamennsku og hefur starfað við fjölmiðla og blaðamennsku í fjölda ára, ásamt því að vera lektor við Háskóla Íslands. Helga vill kynna tímaritið betur bæði á heimasíðu og facebook síðu félagsins auk þess að gera app tímaritsins meira sýnilegt. Stjórnarmeðlimur kom með tillögu til Helgu Ólafs að gefa félagsmönnum kost á netáskrift á ritrýnda hluta tímaritsins. Við bjóðum Helgu velkomna til starfa.

 3. Lagabreytingar 2016. Lagahópurinn hefur hist einu sinni. Stjórnarmeðlimir eru hvattir til að koma með tillögur að lagabreytingum.

 4. Yfirferð á fundargerðum framkvæmdaráðs.
  Ákveðið er að fara yfir fundagerðir framkvæmdaráðs á stjórnarfundum til að stjórn hafi yfirsýn yfir málefni og geti spurt spurninga. Formaður fór yfir þær fundargerðir sem fyrir liggja

 5. Málþing Fíh 2015: Heilbrigðisþjónustan: þátttaka, þróun, framtíðarsýn
  Málþingið verður haldið þann 20. nóvember og kemur í stað fyrirhugaðrar ráðstefnu, Hjúkrun 2015 en henni var aflýst vegna fárra innsendra erinda.

Önnur mál

 1. Árlegur jólastyrkur
  Stjórn Fíh er sammála um að styrkurinn að þessu sinni renni til aðstoðar við flóttamenn. Tryggja þarf að hann nýtist á sem bestan hátt og á eftir að skoða nánari útfærslu á því.

 2. Sviðsstjóri kjara- og réttindamála.
  Gunnar Helgason núverandi sviðsstjóri er með tímabundna ráðningu þar til kjarasamningum er lokið. Er það áætlað í ársbyrjun 2016 og samþykkti stjórn að staðan verði þá auglýst.

 3. Stjórnarseta í ICN
  Stjórn Fíh hefur stutt íslenskan hjúkrunarfræðing til stjórnarsetu í ICN. Nú fer sá tími að renna út og viðkomandi hefur áhuga á að halda áfram í stjórnarstarfinu. SSN hefur stutt að norrænn fulltrúi eigi setu í stjórn og mun þessi umræða vera tekin upp á næsta SSN fundi. Eins og er, stendur Ísland nær eitt að fjármögnun þessarar stjórnarsetu utan þess kostnaðar sem greiddur er af ICN. Formaður mun taka málið upp á næsta SSN fundi. Stjórn mun þurfa að taka ákvörðun um áframhaldandi stuðning á næsta ári.

 4. Skýrsla verkfallsstjórnar
  Verkfallsstjórn skilaði af sér skýrslu til formanns með öllum fylgiskjölum. Rafrænt eintak verður sett inn á vef stjórnar Fíh til upplýsinga en er ekki til dreifingar. Um ræðir upplýsingar um allt ferlið (undirbúningur, framkvæmd, eftirvinnsla) og verður gott veganesti fyrir þá sem þurfa að skipuleggja verkföll í framtíðinni.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:12
Jóhanna Kristófersdóttir, ritari stjórnar FíhFundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála