Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Umsögn um staðgöngumæðrun

12. nóvember 2015

 

 

Reykjavík 12. nóvember 2015Velferðarnefnd Alþingis.


Efni: Umsögn um frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni, þingskjal 245 – 229. mál.

Siðaráð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) fjallaði um væntanlegt lagafrumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni í ágúst 2013. Niðurstaða Siðaráðs Fíh var á þann veg að siðaráðið gæti ekki mælt með því að staðgöngumæðrun verði lögleidd á Íslandi.

Í umsögn Siðaráðs Fíh frá 2013 segir m.a. Í dag er staðan sú að staðgöngumæðrun er bönnuð á öllum Norðurlöndunum. Mjög fáar Evrópuþjóðir leyfa staðgöngumæðrun en af þeim hefur Bretland einna mesta reynslu. Þingsályktunartillögur sama efnis komu fram árin 2009 og 2011. Margar vandaðar umsagnir frá faghópum og stofnunum í samfélaginu voru unnar í tengslum við þessar þingsályktunartillögur og hafa þær allflestar verið á þá leið að ekki eigi að lögleiða staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni á Íslandi. Í umsögnum hefur komið fram að lögfræðileg, siðfræðileg og læknisfræðileg álitamál séu margþætt og erfið úrlausnar. Enn fremur að þegar um svo flókið mál sé að ræða þar sem mörg álitamál eru til staðar, megi búast við að staðgöngumæðrun leiði til fleiri vandamála en henni er ætlað að leysa. Engin trúverðug rök hafa komið fram sem styðja það að Íslendingar eigi að vera brautryðjendur meðal norðurlandaþjóða á þessu sviði. Þvert á móti hafa umsagnir verið á þá leið að skynsamlegast sé að skoða þessi mál vandlega og taka mið af þróun mála á Norðurlöndunum og jafnvel vera í samvinnu þar um.

Félaga íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur undir álit Siðaráðs félagsins og telur að innleiðing á staðgöngumæðrum í velgjörðarskyni sé ekki tímabær.

Virðingarfyllst,

Ólafur G. Skúlason formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðingaHeilbrigðiskerfið

Umsagnir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála