Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Lífslokameðferð: Reynsla og viðhorf hjúkrunarfræðinga til umönnunar deyjandi einstaklinga og notkunar meðferðarferlisins Liverpool Care Pathway. Forprófun á spurningalista

6. júní 2016
Forprófun á spurningalistanum end-of-life-care

Þórunn Pálsdóttir, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Elísabet Hjörleifsdóttir, Háskólinn á AkureyriTilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig íslenskir hjúkrunarfræðingar meta eigin færni í lífsloka-meðferð, skoða tengsl á milli bakgrunnsbreyta og viðhorf þátttakenda til notkunar á Meðferðarferli fyrir deyjandi (Liverpool Care Pathway, LCP). Einnig var tilgangurinn að forprófa réttmæti og áreiðanleika íslenskrar útgáfu á spurningalista um lífslokameðferð (End-of-Life Care questionnaire). 

Aðferð: Rannsóknaraðferðin var megindleg, lýsandi þversniðsrannsókn. Spurningalisti var sendur til 476 hjúkrunarfræðinga um land allt. Spurt var um þætti tengda umönnun í lífslokameðferð og ánægju þátttakenda með notkun Meðferðarferlis fyrir deyjandi. Framkvæmd var þáttagreining og lýsandi tölfræði beitt til að lýsa eiginleikum tölulegra gagna.

Niðurstöður: Svarhlutfall var 40,8% (n=194). Þátttakendur töldu sig hafa sjálfstraust og færni í störfum sínum tengdum lífslokameðferð. Ánægja þeirra með notkun Meðferðarferlis fyrir deyjandi reyndist ekki vera afgerandi. Þáttagreining leiddi í ljós fimm þætti: Kostir Meðferðarferlis fyrir deyjandi, Sjálfsöryggi í umönnun, Sjálfsöryggi í samskiptum, Uppfylling þarfa og Þverfagleg hópvinna. Þáttahleðslur voru á bilinu 0,503-0,864. Cronbachs-alfa áreiðanleikastuðull var á bilinu 0,69-0,94. Marktæk fylgni var á milli hærri aldurs og sjálfsöryggis í umönnun (r=-0,187, p=0,01), starfsaldurs og sjálfsöryggis í umönnun (r=-0,271, p=0,01) og lengri starfsaldurs og sjálfsöryggis í samskiptum (r=-0,208, p=0,01). Þeir sem notuðu Meðferðarferli fyrir deyjandi voru líklegri til að hafa meira sjálfsöryggi í umönnun (p=0,012) og höfðu oftar stuðning af þverfaglegum hópi (p<0,001) en þeir sem ekki notuðu það. 

Ályktanir: Spurningalisti rannsóknarinnar reyndist hentugur til rannsókna á sviði lífslokameðferðar. Ætla má að hjúkrunarfræðingar búi yfir færni og hafi sjálfstraust þegar kemur að lífslokameðferð og hafi stuðning af þverfaglegum hópi. Þörf er á frekari rannsóknum á Íslandi á gagnsemi Meðferðarferlis fyrir deyjandi í lífslokameðferð.

Lykilorð: Lífslokameðferð, Meðferðarferli fyrir deyjandi, LCP, sjálfsöryggi hjúkrunarfræðinga, þverfagleg teymisvinna.

3.tbl 2016: Könnun á mati hjúkrunarfræðinga á eigin færni í lífslokameðferð og viðhorfum þeirra til notkunar meðferðarferlisins Liverpool Care Pathway: Forprófun á spurningalistanum end-of-life-care 

 

Fagið

Lífsstíll

Líkn og lífslok

Sjálfsmynd

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka