Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

2. fundur stjórnar Fíh 2016 – 2017

30. september 2016
Þriðjudagur 30. september 2016 kl. 10:15

Mættir:
Anna Guðríður Gunnarsdóttir, Anna Vilbergsdóttir, Anna María Þórðardóttir, Arndís Jónsdóttir, Birgir Örn Ólafsson, Bylgja Kristófersdóttir, Díana Dröfn Heiðarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Helga Bragadóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Kristín Thorberg, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir, Svava Björg Þorsteinsdóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir og Þura B. Hreinsdóttir.

Fjarverandi:
Ólöf Árnadóttir

Fundarritari:
Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir

Gestir:
Aðalbjörg Finnbogadóttir, sviðsstjóri fagsviðs Fíh, Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh og Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri Fíh.

 1. Starfsemi Fíh – kynning áætluð nýjum stjórnarmönnum
  Nýir stjórnarmenn mættu til að fá kynningu á starfsemi Fíh kl 9:30-12:00, aðrir stjórnarmenn mættu kl 12.00.

Til afgreiðslu:
 1. Fundargerð 1. fundar stjórnar Fíh
  Afgreiðsla: Samþykkt.

 2. Fundargerð 1. fundar framkvæmdaráðs Fíh
  Afgreiðsla: Kynnt.

Til umræðu/kynningar:
 1. Fjárhagur Fíh – 6 mánaða yfirlit
  Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri fór yfir 6 mánaða uppgjör á árinu 2016. Staða sjóða er almennt góð miðað við áætlun. Tap félagssjóðs er upp á 1,1 milljón en áætlað tap var 7,2 milljónir. Orlofssjóður er undir áætlun þar sem innréttaður var sumarbústaður á Lokastíg í vor. Starfsmenntunarsjóður, Vinnudeilusjóður og Vísindasjóður eru yfir áætlun, Styrktarsjóður yfir áætlun en von er á fleiri umsóknum þar sem opnað var fyrir frekari styrki 1. júní.
  Umræður.

 2. Mannekla í hjúkrun
  Skortur er á hjúkrunarfræðingum til starfa í heilbrigðiskerfinu. Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands útskrifa 116 hjúkrunarfræðinga árlega, að meðaltali síðustu 5 ár. Um 17% starfandi hjúkrunarfræðinga eru orðnir 60 ára og eldri og geta hafið töku lífeyris, eftir 3 ár verða þeir tæp 25%. Er því skortur á starfandi hjúkrunarfræðingum óumflýjanlegur. Umræður um hugsanlegar lausnir.

 3. Víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga
  Aðalbjörg Finnbogadóttir sviðstjóri fagssviðs kynnti starf nefndar um undirbúning víkkaðs starfssvið hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Í nefndinni eru auk Aðalbjargar og Guðbjargar formanns Fíh, fulltrúar frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og frá hjúkrunarfræðideild HÍ og Háskólans á Akureyri. Kristín Björnsdóttir er formaður nefndarinnar. Vinna nefndarinnar byggir á námi og starfi hjúkrunarfræðinga sem starfa samkvæmt víkkuðu starfssviði hjúkrunarfræðinga (e. Nurse Practitioner/Advance Practice Nurse) og hvernig mögulegt er að laga það að íslensku heilbrigðiskerfi. Valið hefur verið vinnuheitið ,,útvíkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga“. Í fjölmörgum löndum í Evrópu, Ameríku og Ástralíu hefur þetta skref verið stigið og löng og góð reynsla sem læra má af. Fyrir viku bauð nefndin sérfræðingum í hjúkrun til samræðufundar. Og urðu þar miklar og gagnlegar samræður. Vinna nefndarinnar mun halda áfram en bíður eftir fundi með fulltrúum Velferðarráðuneytisins vegna málsins. Umræður voru í stjórn og var almenn ánægja meðal stjórnarmanna með vinnuna.

 4. Staða kjaramála
  Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs kynnti almennt stöðu samninga og bókunar 3 úr Gerðardómi frá 2015. Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Landspítali eru byrjuð að vinna að útfærslu bókunar 3. Einnig var kynntur samningur við heilbrigðisstofnun Norðurlands.
  Umræður.


Til kynningar
 1. Helstu atriði starfsáætlunar 2016-2017
  Kynnt voru helstu atriði starfsáætlunar 2016-2017. Starfsáætlunin er í heild sinni inn á vefnum. Hjúkrunarþing verður haldið 28. október og eru stjórnarmeðlimir hvattir til að mæta. Umræður.

 2. Verðlaun úr minningarsjóði Kristínar Thoroddsen
  Sigríður Lilja Magnúsdóttir nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur úr hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands fær afhenta viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í hjúkrunarfræði. Fær Sigríður hana afhenta í móttöku nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga í húsnæði Fíh þann 16. september 2016.

 3. Móttaka nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hjá Fíh
  Móttaka fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga verður 16. september á vegum félagsins. Þar verða þeir boðnir velkomnir í félagið auk þess sem þeir munu fá afhenta nælu félagsins.

Önnur mál

 1. Stofnun deilda í nýju lagaumhverfi Fíh
  Aðalbjörg Finnbogadóttir, sviðsstjóri fagsviðs kom á fundinn og kynnti fyrir stjórnarmönnum breytt lög félagsins um stofnun nýrra deilda innan Fíh. Þau lög voru samþykkt á síðasta aðalfundi og í nýju lagaumhverfi félagsins má stofna deild tengda fagsviði eða landsvæði. Þetta kemur til framkvæmda eftir aðalfund 2017. Umræður.
Fundi slitið kl. 14:30
Svanhildur Ósk Sigurfinnsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Fundargerðir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála