Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Umsögn um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta

3. febrúar 2018

Reykjavík 3. febrúar 2018


Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 148. löggjafaþing 2017-2018. 50. mál.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta og lýsir yfir stuðningi við hana.

Fíh vill minna á að hjúkrunarfræðingar eru ein stærsta kvennastéttin hér á landi. Því er nauðsynlegt að Fíh verði með í þeim viðræðum sem gert er ráð fyrir í þingsályktunartillögunni við aðila vinnumarkaðarins um sérstakt átak, þjóðarsátt, um bætt launakjör kvennastétta, þrátt fyrir að félagið sé ekki hluti heildarsamtaka sem teljast aðilar á vinnumarkaði.

Samkvæmt skýrslu Fíh um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga "Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa! Vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga" sem gefin var út 2017 eru hjúkrunarfræðingar með 20% lægri laun en stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi og hafa karlmenn í meirihluta. Skýrsla Ríkisendurskoðunar, "Hjúkrunarfæðingar. Mönnun, menntun og starfsumhverfi" sem gefin var út í október 2017 sýnir einnig að meðal dagvinnulaun félaga í BHM voru 12% hærri en hjúkrunarfræðinga og launakjör sem hjúkrunarfræðingum bjóðast eru ein helsta ástæða þess að hjúkrunarfræðingar leita í önnur störf.

Virðingafyllst,

Guðbjörg Pálsdóttir starfandi formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga


Kjaramál

Menntun

Umsagnir

Til bakagreinasafn

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka