Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Umsögn um staðarvalsgreiningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús

2. mars 2018

Reykjavík 2. mars 2018


Velferðarnefnd Alþingis

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um óháða, faglega staðarvalsgreiningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús þingskjal 155 - 88. mál

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) telur að bygging nýs Landspítala þoli enga bið og því er það mat Fíh að halda skuli áfram með fyrirhugaða byggingu Landspítala við Hringbraut.

Félagið ítrekar að húsnæði Landspítala er í dag ófullnægjandi bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk spítalans. Því er mikilvægt að hraða uppbyggingu hans eins og kostur er þar sem núverandi húsnæði uppfyllir ekki kröfur um aðbúnað á vinnustað m.a. með tilliti til öryggis sjúklinga og starfsfólks auk þess að hafa áhrif á líðan hjúkrunarfræðinga til hins verra vegna lélegrar vinnuaðstöðu, álags og heilsuspillandi ástands bygginga.

Í nýrri skýrslu sem Fíh lét gera um viðhorf hjúkrunarfræðinga til starfsins, starfsánægju, vinnuumhverfis, aðbúnaðar og líðan í starfi kemur fram að óánægja með starfsumhverfi er mest meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa á Landspítala.

Virðingafyllst,

Guðbjörg Pálsdóttir formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Heilbrigðiskerfið

Landspítali

Umsagnir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála