Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ályktun um kjör hjúkrunarfræðinga

24. maí 2018

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn fimmtudaginn 24. maí 2018, lýsir yfir þungum áhyggjum vegna kjara hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar leita í vaxandi mæli í önnur störf og vega þar þyngst kjör þeirra sem endurspegla ekki menntun og ábyrgð. Munur á dagvinnulaunum hjúkrunarfræðinga og annarra með sambærilega menntun og ábyrgð er um 20%. Í nýlegri könnun á kjörum og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sem félagið lét gera kemur fram að yfir 70% félagsmanna eru óánægðir með kjör sín og yfir 85 % telja álag í starfi vera mikið.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ítrekar að greiða þarf hjúkrunarfræðingum laun í samræmi við menntun og ábyrgð og skorar á yfirvöld að leiðrétta tafarlaust kjör þeirra og stuðla þannig að fullnægjandi mönnun hjúkrunarfræðinga til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks.

Kjaramál

Ályktanir

Til bakagreinasafn

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála