Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fréttir

 • Úthlutun styrkja úr minningarsjóðum í vörslu Fíh

  Í sumar var auglýst eftir umsóknum um styrki úr Minningarsjóði Hans Adolfs Þórðarsonar, Kristínar Thoroddsen ásamt Rannsókna- og vísindasjóði hjúkrunarfræðinga. Fjöldi umsókna bárust og er það afar ánægjulegt að sjá hversu mikil gróska er í rannsókna- og vísindastarfi hjúkrunarfræðinga og hversu duglegir hjúkrunarfræðingar eru í að sækja sér frekari menntunar í hjúkrun.

 • Ebóla og vinnuaðstæður

  Hjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld til að skapa öruggar vinnuaðstæður við umönnun Ebóla sjúklinga.

 • Yfir 200 hjúkrunarfræðingar sóttu Hjúkrunarþing

  Hjúkrunarþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldið föstudaginn 31. október síðastliðinn. Yfirskrift þingsins var: Er pláss fyrir tengdó heima hjá þér? Efling öldrunarhjúkrunar - þarfir næstu kynslóða.

 • Fagmönnun framtíðar

  Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, talaði á málþingi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu síðastliðinn þriðjudag. Í ávarpi hans kom fram að á næstu þremur árum geta 900 hjúkrunarfræðingar farið á eftirlaun en það er um þriðjungur starfandi hjúkrunarfræðinga.

 • Ályktun stjórnar Fíh vegna byggingu nýs Landspítala

  Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir þungum áhyggjum af núverandi stöðu á Landspítala vegna ófullnægjandi húsakosts og álags á starfsfólk.

 • Ályktun stjórnar Fíh vegna undirbúnings mögulegs Ebólusmits

  Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) hvetur stjórnvöld að vanda vel til undirbúnings viðbragða við mögulega móttöku sjúklinga með ebólu.

 • Stuðningur við kjarabaráttu lækna

  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir stuðningi við kjarabaráttu lækna og þær aðgerðir sem þeir standa í til að knýja fram bætt kjör og vinnuaðstæður. Fíh hvetur stjórnvöld til að ganga til samninga hið fyrsta.

 • Fullbókað er á hjúkrunarþing Fíh

  Skráningu er lokið á hjúkrunarþing Fíh þar sem það er fullbókað

 • Nýtt sáranámskeið haldið í janúar

  Námskeið um sár og sárameðferð verður haldið 15. og 16. janúar n.k. Opnað hefur verið fyrir skráningu.

 • Herdís Gunnarsdóttir endurkjörin í stjórn EFN

  Herdís Gunnarsdóttir var í dag endurkjörin í stjórn Evrópusamtaka hjúkrunarfélaga (EFN)