Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fréttir

 • Fréttatilkynning: Sjúklingar í fyrsta sæti

  Traust og virðing eru frumskilyrði fyrir framþróun heilbrigðisþjónustu. Á grundvelli sameiginlegra meginþátta setur rammasamkomulagið sjúklinga í fyrsta sætið, styður siðfræði í rannsóknum og nýsköpun, tryggir sjálfstæði og siðferðilegt framferði og eflir gagnsæi og ábyrgð. Samkomulagið leggur áherslu á bestu starfsvenjur ólíkra hópa sem vinna saman að bættri þjónustu við sjúklinga.

 • Styrkir vegna A-hluta vísindasjóðs

  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga greiddi í dag út styrki vegna A-hluta vísindasjóðs. Að þessu sinni fengu 2.836 félagsmenn greiddan styrk og nam heildargreiðslan um 147 milljónum króna.

 • Karlar í hjúkrun

  Fíh vinnur nú að gerð jafnréttisstefnu félagsins. Eitt af verkefnum félagsins er að fjölga karlmönnum í hjúkrun. Formaður félagsins boðaði nokkra karlkyns hjúkrunarfræðinga á sinn fund til að ræða hvað það er sem gerir það að verkum að karlmenn leita ekki í hjúkrun.

 • Skrifstofan lokuð mánudaginn 10. febrúar frá kl.14:00

  Vegna skipulagsmála verður skrifstofa Fíh lokuð frá kl. 14:00 mánudaginn 10. febrúar nk.

 • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur mál fyrir félagsdómi gegn íslenska ríkinu

  Þann 3. Febrúar s.l. dæmdi Félagsdómur Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) í vil, fyrir hönd hjúkrunarfræðings á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, gegn íslenska ríkinu vegna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu). Dómkröfur stefnanda (Fíh) voru þær að viðurkennt yrði fyrir dómi að stefndi (HSu) hefði brotið gegn gr. 3.4.3 í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, með því að hafa ekki greitt hjúkrunarfræðingi hjá stefnda fæðispeninga þegar hún var á vakt en matstofa vinnustaðar var ekki opin, frá og með 1. mars 2012.

 • Alþjóðasamtök hvetja stjórnmálamenn til að styðja og efla hjúkrun

  Nýliðun og ráðningar vel menntaðra og þjálfaðra hjúkrunarfræðinga skipta sköpum ef tryggja á skilvirka og árangursríka heilbrigðisþjónustu af hæstu gæðum segir í fréttatilkynningu frá Evrópusamtökum félaga hjúkrunarfræðinga (EFN) og Alþjóðaráði hjúkrunarfræðinga (ICN) þar sem þau skora á stjórnmálamenn að beita sér fyrir því að til staðar sé nægilegur fjöldi vel menntaðra hjúkrunarfræðinga.

 • Samskiptamiðlar: Fíh opnar síðu á facebook

  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga opnaði síðu á facebook í dag. Þar munum við birta ýmis áhugaverð efni, tengla og myndir. Við viljum heyra hvað þið hafið að segja, lof sem last og hlökkum virkilega til að sjá félagsmenn okkar virka í umræðum á síðunni. Það er von okkar að hér muni skapast enn einn vettvangur til samskipta við félagsmenn

 • Sest að samningaborðinu

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur frá því í desember 2013 unnið að endurnýjun kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna. Viðræður eru hafnar við alla viðsemjendur að undanskildum Reykjalundi.

 • Laus orlofshús og íbúð

  Um mánaðamótin eru ennþá lausir bústaðir og íbúð. Minnum einnig á frábært tilboð Ísfirðinga hótel og skíði í einum pakka. Orlofssjóður Fíh niðurgreiðir marga orlofskosti fyrir félagsmenn sína sbr. eftirtalið:

 • Starfsemi Fíh kynnt

  Félagið hélt sinn árlega kynningarfund fyrir fjórða árs hjúkrunarnema við Háskóla Íslands á Hotel Natura þann 27. janúar síðastliðinn. Á fundinum voru kynntir helstu þættir í starfsemi félagsins.