Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

42. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005 - 2007

RSSfréttir
21. maí 2007

 

haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 21. maí 2007 kl. 13:30

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Halla Grétarsdóttir 1. varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2. varaformaður, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Eygló Ingadóttir gjaldkeri. Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi og Hrund Helgadóttir, meðstjórnandi

Til afgreiðslu:

1.      Fundargerð síðasta fundar.
Samþykkt

2.      Reglur um úthlutun styrkja til fagdeilda félagsins.
Reglurnar staðfestar.

3.      Styrkir til fagdeilda 2007.
Samþykkt að veita styrki þeim deildum sem hafa sótt um styrk til innlendrar sem og erlendrar starfsemi.
Erindi Fagdeildar taugahjúkrunarfræðinga um viðbótarstyrk og heimild til að nýta styrk frá 2006 á árinu 2007 samþykkt.
Erindi Fagdeildar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga um viðbótarstyrk til greiðslu vegna ferða og gistinga erlendra fyrirlesara alls 120.000 kr samþykkt.
Erindi Fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga um viðbótarstyrk til greiðslu gjafar til samtaka lungnasjúklinga hafnað.
Erindi Fagdeildar hjúkrunarstjórnenda um viðbótarstyrk vegna ENDA ráðstefnu í haust hafnað.
Erindi Fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga um styrk vegna 100 ára afmælis geðhjúkrunar á Íslandi samþykkt

4.      Styrkir til svæðisdeilda.
Samþykkt að auka stofnsjóð  úthlutunar til svæðisdeilda 2007  um 741.657 kr. sem er ónýtt úthlutunarfé frá árinu 2006.

Til umræðu:

5.      Önnur mál.
Þakkir til Ingibjargar Sigmundsdóttur sem nú lætur af störfum í stjórn Fíh.

Fundi slitið kl. 14.20
Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson ritari stjórnar.

Til baka