Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

3. fundur stjórnar starfstímabilið 2007 - 2009

RSSfréttir
25. júní 2007
 

Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 25. júní 2007 kl. 13:30

Mættir: Elín Ýrr Halldórsdóttir, Jón Aðalbjörn Jónsson, Eygló Ingadóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Hrund Helgadóttir og Fríða B. Leifsdóttir.

Til afgreiðslu:

1.      Fundargerð síðasta fundar.
Samþykkt

2.      Umsókn um fjárstyrk vegna rannsóknar LSH, SLFÍ og Fíh.
Hafnað. Formanni falið að svara erindi og benda á að verkefnið hefur þegar fengið 1.500.000 kr styrk úr Vísindasjóði Fíh

3.      Tilnefning fulltrúa Fíh í starfshópa á vegum Landlæknisembættisins vegna menntunar og starfa sjúkraliða.
Samþykkt að Sigríður Huld Jónsdóttir verði tilnefnd sem einn fulltrúa Fíh í starfshópinn og formanni falið að ljúka málinu.

Til umræðu:

4.      Hagfræðingur Fíh.
Gjaldkeri kynnir stöðu mála varðandi ráðningu hagfræðings og hugmyndir um að leita til Capacent um aðstoð við að finna aðila í starfið. Stjórn er sammála hugmyndinni.

5.      Skipan verkefnastjórnar ímyndarátaks Fíh 2007.
Formanni falið að finna fulltrúa í verkefnisstjórn út frá framlögðum hugmyndum.  Í umræðu stjórnar er rík áhersla lögð á að fulltrúar félagsins í ímyndarátaki skili inn í verkefnisstjórnina boðum um að ímynd hjúkrunarfræðinga verði skoðuð með fesku hugarfari og nýjum aðferðum. 

6.      Samningur við Global Consulting Group um fundi með félagsmönnum.
Umræða var um samningsdrögin og lýst áhuga á að fá frekari upplýsingar um þær aðferðir sem beitt er á fundunum.  Talsverð umræða var um að uppsett verð fyrir fundina er verulega hátt og skýringar á því ekki augljósar af málsgögnum.

7.      Skjalastjórnunarkerfi – tilboð frá Hugviti og frá Focal.
Kynning á skjalastjórnunarkerfi frá Focal og GoPro ásamt tilboðum. 
Samþykkt að veita formanni heimild til að ganga til frekari samninga við Focal um kaup á skjalastjórnunarkerfi.

8.      Svar siða- og sáttanefndar við erindi stjórnar Fíh um blogg á netinu.
Svar nefndarinnar kynnt. Umræða var um spjallrásir og blog. Stjórn þykir eðlilegt að efnið verði tekið fyrir í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Lagt til að siðanefnd verði falið að skrifa um málið.

Til kynningar:

  1. Önnur mál.

-          Kynning á átaki BAS-stelpna; Gengið gegn slysum.
Samþykkt að félagið auglýsií útvarpi og hvetji þannig félagsmenn til þátttöku í göngunni.

-          ICN fundur í Yokohama í Japan í byrjun júní sl.
Jón Aðalbjörn skýrir frá fundinum í mjög grófum dráttum, greinir frá hugmynd um útflutning hugvits hjúkrunarfræðinga og segir frá kveðjum sem honum var falið að bera til íslenskra hjúkrunarfræðinga frá
Michiko Keisaraynjunni í Japan, sem átti stutt samtal við Jón á fundinum.

Fundi slitið kl 15.10

Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson ritari stjórnar

Til baka