Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

12. fundur stjórnar starfstímabilið 2007 - 2009

RSSfréttir
14. janúar 2008

12. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

starfstímabilið 2007 - 2009

14. janúar 2007 kl. 13:30

Fundinn sátu: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Halla Grétarsdóttir, 1.varaformaður, Hólmfríður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, Elín Ýrr Halldórsdóttir, 2. varaformaður, Gyða Ölvisdóttir, varamaður, Fríða Björg Leifsdóttir, ritari og Hrund Helgadóttir, meðstjórnandi.

Til afgreiðslu:

 1. Fundargerð síðasta fundar – samþykkt með orðalagsbreytingum í 10. lið
 2. Reglur um ferða- og dvalarkostnað – tryggingar félagsmanna á ferðum á vegum félagsins. 

-  Samþykkt að fella út lið c í reglum um ferða- og dvalarkostnað.

 1. Skipun samninganefndar FÍH við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs

-  Komnar fram hugmyndir af hálfu kjaranefndar um hverjir sitji í samninganefnd.  Umræður um aukna þátttöku og samskipti við trúnaðarmenn.  Tillaga um að taka upp málefni trúnaðarmanna á öðrum fundi.  Rætt um hvernig best sé að skipta niður í hverja viðræðunefnd eftir vinnustað og reynslu. Tillögur um Ingibjörgu Þórisdóttur (Droplaugastöðum) og Evu Hjörtínu Ólafsdóttur, aðaltrúnaðarmann á LSH.  Opið verður fyrir tillögur í samninganefndi áfram.

 1. Fulltrúi FÍH í stjórn Starfsmenntunarsjóðs

-  Elsa leggur fram tillögu að leita eftir hjúkrunarfræðingi í nýstofnaðri ungliðadeild.  Formaður fær leyfi stjórnar til þess að ganga frá þessum lið.

 1. Reglur um B-hluta Vísindasjóðs

-  Aðalbjörg Finnbogadóttir kom á fundinn til að kynna nýjar reglur um B-hluta Vísindasjóðs FÍH.   Umræður um endurgreiðslu ákvæði í reglum og einnig um afhendingar ákvæði í reglunum.  Atkvæði greidd um afhendingarákvæði og samþykkt var tillaga B með 5 atkvæðum gegn 1.

Til umræðu:

 1. Stöðuhlutfall verkefnastjóra kjara- og réttindamála

-  Mikið er sótt í aðstoð félagsins í þessum málaflokki.  Cissy hefur haldið nákvæma tímaskráningu sem sýnt hefur fram á að auka þarf hlutfall starfsins úr 80% í 90%.  Þessar breytingar voru samþykktar af stjórn.

 1. Framtíðarsýn BHM til 2012

-  Fríða Björg kynnti stöðu mála.

 1. Ímyndarverkefni FÍH, Jón Aðalbjörn Jónsson kom á fundinn og kynnti þau verkefni sem framundan eru.  “Þegar mest á reynir” verður slagorð ímyndarverkefnisins og verður notað í tengslum við það út árið 2008.  Verkefnið er unnið í samvinnu við Athygli almannatengslaráðgjöf og Skaparann auglýsingastofu.
 2. Mönnun hjúkrunar á Landspítala.  Elísabet Guðmundsdóttir kom á fundinn og kynnti skýrsluna.
 3. Erindi FÍH um kjarasamningsumboð fyrir hjúkrunarnema.

-  Tæplega 160 hjúkrunarfræðinemar hafa nú gerst aukaaðilar að FÍH.   Lögfræðingi BHM hefur verið falið að athuga um framkvæmd þess að FÍH fái kjarasamningaumboð fyrir hjúkrunarfræðinema. 

Til kynningar:

 1. Kjarafundir með hjúkrunarfræðingum.

-  Elsa kynnti fyrirhugaða hringferð um landið vegna komandi kjarasamninga.  Hún, Cissy og Unnur Þormóðsdóttir halda fundina.

 1. Samkomulag FÍH við TR

-  Hækkun komin á gjaldskrá og samið var til 30. júní 2008 og samhliða ákveðið að stofna samstarfshóp FÍH og TR. 

 1. Skýrsla af fundi ICN Workforce forum í Dublin 17. – 18. sept 2007.
 2. Álít FÍH á erindi Landlæknis um ávísanir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á hormónatengdum getnaðarvörnum.

-  Umsögn FÍH lögð fram ásamt skýrslu frá Sóley Bender um ráðgjöf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra um getnaðarvarnir og kynheilbrigði.

 1. Önnur mál
  1. Tillaga um stofnun íðorðanefndar. 
  2. Málþing ritnefndar um tímaritið.  Ritnefnd hefur ákveðið að hafa málþing 9. apríl n.k. kl. 13 – 16 um málefni tímaritsins. 
  3. Erindi frá söguritunarnefnd

-  lagt fram drög að þremur kynningarbréfum til handa hönnuðum og útgefendum. 

-  lagt fram erindi um áframhald og lok söguritunarverkefnis. 

            Þessi mál verða lögð fram til afgreiðslu á næsta stjórnarfundi.

Lauslega til kynningar í lok fundar – slit á viðræðum um málefni vaktavinnuhópa.  Elsa fór lauslega yfir gang mála sem voru gerð opinber í lok síðustu viku. 

Fundi slitið kl. 15:55, næsti fundur fyrirhugaður mánudaginn 28. janúar 200
Til baka