Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ófullnægjandi mönnun hjúkrunarfræðinga eykur dánartíðni

RSSfréttir
27. febrúar 2014

Stór evrópsk rannsókn birt 26. febrúar 2014 í tímaritinu The Lancet sýnir fram á að ófullnægjandi  mönnun hjúkrunarfræðinga  hefur bein áhrif á dánartíðni sjúklinga eftir skurðaðgerðir. Rannsóknin rennir stoðum undir þær rannsóknir sem þegar hafa verið birtar í Bandaríkjunum og Kanada um áhrif hjúkrunar á bata sjúklinga. Í þessar rannsókn kom í ljós að þegar hjúkrunarfræðingar sinna of mörgum sjúklingum veldur það auknu álagi  sem getur haft neikvæð áhrif á lifun sjúklinganna eftir aðgerð.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að hafi hjúkrunarfræðingur  BS- gráðu og hafi í sinni umsjá sex sjúklinga í stað átta, sé dánartíðni sjúklinga eftir skurðaðgerðir 30% lægri en annars. Einnig eru vísbendingar um að hver sjúklingur sem bætist í hóp sjúklinga sem hjúkrunarfræðingur sinnir umfram 6 sjúklinga, geti aukið dánartíðni sjúklinganna um 7%.

Rannsóknin gefur vísbendingar um að mikilvægt sé að skilgreina þann fjölda sjúklinga sem hver hjúkrunarfræðingur má sinna á hverjum tímapunkti. Það er mikilvægt skref til þess að að tryggja að fyllsta öryggis sé gætt í meðferð sjúklinga.

Jafnframt er sýnt fram á að með aukinni menntun hjúkrunarfræðinga, þar sem BS-gráða er lægsta menntunarstig, lækki dánartíðni sjúklinga sem gengist hafa undir skurðaðgerðir.

Fyrsti höfundur greinarinnar er Linda Aiken sem hefur rannsakað samband hjúkrunarmönnunar og dánartíðni í Bandaríkjunum. Rannsóknin er hluti af stóru evrópsku rannsóknarverkefninu RN4CAST sem rannsakar vinnuaðstæður, mönnun  og menntun hjúkrunarfræðinga, gæði þjónustu og atvik þar sem sjúklingar verða fyrir skaða.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar niðurstöðunum sem staðfesta mikilvægi hjúkrunarfræðinga við meðferð sjúklinga og að ófullnægjandi mönnun hjúkrunarfræðinga  geti stofnað lífi sjúklinga í hættu eða ógnað öryggi þeirra.

 

útdrátt úr greininni má finna hér

Frétt Evrópusamtaka hjúkrunarfélaga um rannsóknina má finna hér

 

 

Til baka