Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Starfsmenntunarsjóður einfaldar ferlið

RSSfréttir
5. mars 2014


Stjórn starfsmenntunarsjóðs hefur ákveðið að starfsmaður sjóðsins geti greitt út þá styrki sem sjóðsstjórn hefur vanalega samþykkt. Bíðtími eftir greiðslu styttist því verulega í mörgum tilfellum.

Stjórn starfsmenntunarsjóðs kemur saman fjórum sinnum á ári. Því hafa félagsmenn stundum þurft að bíða lengi eftir afgreiðslu. Umsókn send inn til dæmis 5. febrúar hefur að jafnaði verið afgreidd um miðjan maí. Framvegis mun starfsmaður greiða út styrk ef umsóknin fellur án nokkurs vafa undir starfsreglur sjóðsins. Bíðtíminn ætti því ekki að vera nema nokkrir dagar. Aðrar umsóknir bíða eins og fyrr afgreiðslu stjórnar.

Sjá nánar frétt og leiðbeiningar um umsókn á vefsíðu starfsmenntunarsjóðs.

Til baka