Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Framlenging og breyting á núverandi kjarasamningi Fíh við ríkissjóð undirritaður

RSSfréttir
25. mars 2014

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undirritað samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi sínum við  fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2014 til 30. apríl 2015. Samningurinn felur í sér eina launhækkun sem tekur gildi strax, breyttri orlofs-og desemberuppbót ásamt eingreiðslu vegna tímalengdar samkomulagsins.

Samningarnefnd Fíh lítur á þennan samning sem aðfarasamning að lengri kjarasamningi sem tekur gildi árið 2015. Ný viðræðuáætlun er hluti að núverandi samkomulagi.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum.


Til baka