Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Þrír af sjö framkvæmdastjórum Landspítalans hjúkrunarfræðingar

RSSfréttir
21. ágúst 2014

Gengið hefur verið frá ráðningu framkvæmdastjóra klíniskra sviða á Landspítala, og verður hlutverk þeirra að leiða uppbyggingu Landspítala næstu árin.

Framkvæmdastjórarnir eru sjö talsins, en þrír þeirra eru hjúkrunarfræðingar.

Nýju framkvæmdastjórarnir eru:

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðissviðs (bráða,öldrun, endurhæfing)
Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs
Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs
Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs
María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs
Alma D. Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs
Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir ánægju sinni yfir því að hjúkrunarfræðingar skipi svo stóran sess í framkvæmdastjórn spítalans og óskar þeim til hamingju með ráðninguna og velfarnaðar í starfi.

Til baka