Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fagdeild vísindarannsakenda í hjúkrun

RSSgreinasafn
13. júní 2017

Mánudaginn 26. júní næstkomandi kl. 14.00-15.30 verður haldinn stofnfundur Fagdeildar vísindarannsakenda í hjúkrun í fundarsal Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að Suðurlandsbraut 22, Reykjavík. 

Dagskrá:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Kosning stjórnar 
  • Kosning 2ja skoðenda til eins árs í senn
  • Árgjald ákveðið
  • Önnur mál – orðið er laust til þess að koma með hugmyndir

Af hverju Fagdeild vísindarannsakenda í hjúkrun?

Hjúkrunarfræðingar nota rannsóknarniðurstöður í auknum mæli í störfum sínum, þ.e. gagnreynda þekkingu, til að stuðla að gæðum í heilbrigðisþjónustunni fyrir skjólstæðinga hjúkrunar, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Hjúkrunarfræðingar hagnýta einnig gagnreynda þekkingu í stefnumótun innan heilbrigðiskerfisins sem og til að upplýsa stjórnvöld um mikilvægar áherslur til að efla og viðhalda heilbrigði landsmanna og til að stuðla að hæfni og færni heilbrigðisstarfsmanna þannig að hægt sé að bjóða á hverjum tíma, upp á bestu mögulega heilbrigðisþjónustu sem völ er á.

Hlutverk:
  • Stuðla að samskiptum og að vera vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á og eða stunda vísindarannsóknir hér á landi eða á alþjóðavettvangi
  • Taka virkan þátt í að auka þekkingu á framkvæmd og hagnýtingu vísindarannsókna m.a. með því að standa árlega fyrir málþingi eða ráðstefnu
  • Stuðla að samskiptum og samvinnu við Háskóla landsins varðandi eflingu aðferðarfræðilegrar þekkingar og hagnýtingu hennar
  • Stuðla að þverfaglegum tengslum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði
  • Stuðla að sýnileika vísindarannsókna innan hjúkrunar bæði hér á landi og erlendis

Á fundinum verður boðið upp á gos, ávexti og grænmeti
Allir áhugasamir hjúkrunarfræðingar eru velkomnir!

 

Til baka