Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Norræn lýðheilsuráðstefna

RSSfréttir
15. júní 2017

Þann 23.-25. ágúst 2017 verður tólfta Norræna lýðheilsuráðstefnan haldin í Álaborg, og er öll dagskrá hennar aðgengileg á vef ráðstefnunnar.

Þar er hægt að lesa sér til um aðalfyrirlesarana, 12 málstofur og 42 vinnustofur sem ráðstefnan býður uppá. Auk þess má finna upplýsingar um námsheimsóknir og skemmtidagskrá, sem er einnig hluti af dagskránni.

Fresturinn til að skrá sig á lægra verði rennur út 15 júní. Skráning fer fram á vef ráðstefnunnar.

Ráðstefnan á erindi við stjórnmálafólk, embættismenn, leiðtoga, stjórnendur, fagfólk, rannsakendur og nemendur, frjáls félagasamtök og einkageirann og var undirbúin með samstarfi lýðheilsuyfirvalda í Finnlandi, á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.

Til baka