Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Hormón - starfsemi, raskanir og meðhöndlun

RSSfréttir
15. nóvember 2017
Í samstarfi við Félag lífeindafræðinga.

Fjallað verður um valin hormón, myndun þeirra, starfsemi, raskanir og meðhöndlun.

Hormón eru lífræn (boð) efni mynduð í innkirtlum og seytt út í blóðrásina. Markfrumur með rétta hormóna viðtaka ýmist á yfirborði, eða innan frumu, verða fyrir áhrifum þeirra. Virkni þeirra er ýmiss konar og hefur áhrif á líkamsstarfsemi okkar meira og minna. Þannig geta þau haft áhrif á hjartslátt, blóðsykur, vöxt, holdafar, kynlöngun, getnað o.fl.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Almenn atriði um hormóna
• Undirstúku-heiladinguls-vaxtahormón-öxull
• Undirstúku- heiladinguls-nýrnahettu-öxull
• Renin-angíotensín-aldósterón-kerfið
• Hlutverk hepcidins í járnbúskap líkamans
• D – vítamín, gott fyrir alla
• Anaból androgen sterar
• Oxytocyn „knús hormónið“
• Hvernig verða börnin til? Yfirlit yfir tíðahringinn og kynhormónin
• Breytingaskeiðið – hvað „breytist”
• Hormóna og kynleiðréttingu
• DM2 (Diabetis Mellitus týpa II)
• Vaktavinnu – svefn og heilsu

Fyrir hverja:
Námskeiðið er ætlað heilbrigðisstarfsfólki sem og öðrum sem áhuga hafa.

Nánari upplýsingar og skráning
Til baka