Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Áhugahvetjandi samtal

RSSgreinasafn
16. nóvember 2017

Vinnustofa í samstarfi við Félag um hugræna atferlismeðferð og Oxford Cognitive Therapy Centre (OCTC).

Vinnustofan er hluti af námi í hugrænni atferlismeðferð.

Í þessari vinnustofu verður unnið með áhugahvetjandi samtal en það er samtalsstíll sem byggist á samvinnu og hefur það að markmiði að efla bæði áhugahvöt viðmælandans og skuldbindingu til breytinga. Áhugahvetjandi samtal er notað bæði með fullorðnum og unglingum sem gætu verið í þörf fyrir breytingar á lífsstíl og hegðun. Samtalsstíllinn sem hér um ræðir miðar að því að virkja vilja einstaklinga til jákvæðra breytinga á lífsstíl og hegðun. Reynsla þeirra sem hafa lært og notað áhugahvetjandi samtal er að vinnan verður skemmtilegri og árangursríkari.

Nánari upplýsingar og skráning

Til baka