Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Spurningalisti um skjólstæðingsmiðaða þjónustu

Höfundur ljósmyndar:
27. október 2013
Þýðing og staðfærsla með ígrunduðum samtölum
Sólrún Óladóttir, heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri
Guðrún Pálmadóttir, heilbrigðisvísindasviði Háskólans á AkureyriLítið er um að matstæki séu þróuð sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður og þeim mun algengara að rannsakendur þýði þau og staðfæri miðað við þarfir íslenskra notenda. Hér á landi er oftast notuð annaðhvort aðferðina þýðing-bakþýðing eða rýni sérfræðihóps. Báðar aðferðirnar hafa sætt gagnrýni, meðal annars vegna þess að hvorug þeirra gerir ráð fyrir aðkomu hópsins sem kemur til með að bregðast við matstækinu að þýðingar- og staðfærsluferlinu. Í þessari rannsókn var aðferðin ígrunduð samtöl notuð til að þýða og staðfæra spurningalista til að meta að hvaða marki þjónusta er skjólstæðingsmiðuð.

Tilgangur ígrunduðu samtalanna var að tryggja að þeir sem svöruðu listanum skildu spurningar hans á sama hátt og að skilningur þeirra væri sá sami og rannsakendur höfðu gert ráð fyrir. Eftir að gerð hafði verið frumþýðing á spurningalistanum voru tekin þrettán ígrunduð samtöl í tveimur umferðum við ellefu viðmælendur sem höfðu þegið þjónustu á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. Þátttakendur voru spurðir um innihald 36 spurninga og í kjölfar viðtalanna voru gerðar breytingar á orðalagi átján þeirra og fimm spurningar teknar út. Að þessu loknu var innri áreiðanleiki spurningalistans kannaður með því
að leggja hann fyrir 30 þátttakendur. Innri áreiðanleiki reyndist vera 0,93 fyrir listann í heild og 0,62-0,86 fyrir undirflokka hans. Þýðing matstækja yfir á annað tungumál er vandasamt verk og auðvelt að misskilja hugtök og merkingu þess sem verið er að þýða. Með því að hafa skjólstæðingana með í þýðingar- og staðfærsluferlinu er hægt að fyrirbyggja slíkt að stórum hluta og stuðla þar með að réttmæti matstækisins.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ígrunduð samtöl séu gagnleg aðferð fyrir rannsakendur sem vilja tileinka sér skjólstæðingsmiðaðar aðferðir við þýðingu og staðfærslu matstækja.

Lykilorð: Matstæki, þýðing og staðfærsla, ígrunduð samtöl, mat á heilbrigðisþjónustu.

4. tbl. 2013: Spurningalisti um skjólstæðingsmiðaða þjónustu: Þýðing og staðfærsla með ígrunduðum samtölum

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Fræðigreinar

 • Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið

  Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífsógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og MND.

  Fagið

  Meðferð

  Samskipti

  Faggrein

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein