Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Viðhorf hjúkrunarfræðinga á íslenskum hjúkrunarheimilum til líknarmeðferðar og þekking fleirra á henni

Höfundur ljósmyndar:
27. október 2013

Heiðdís Harpa Kristjánsdóttir, öldrunarheimilinu Hlíð, Akureyri
Elísabet Hjörleifsdóttir, heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri og Heimahlynningunni á AkureyriTilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga á íslenskum hjúkrunarheimilum til líknarmeðferðar og þekkingu þeirra á henni með skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem viðmið. Einnig var tilgangurinn að skoða skipulag og framkvæmd líknarmeðferðar sem og fræðsluþörf og hlutverk hjúkrunarfræðinga á þeim hjúkrunarheimilum sem tóku þátt í rannsókninni. Níu hjúkrunarfræðingar á tveimur hjúkrunarheimilum og einni hjúkrunardeild fyrir
aldraða á sjúkrahúsi voru valdir til að taka þátt í rannsókninni.

Allir þátttakendur gáfu skriflegt samþykki fyrir þátttöku sinni, enginn þeirra óskaði eftir því að draga sig út úr rannsókninni. Níu viðtöl með hálfstöðluðum spurningum voru tekin og gögnin voru þáttagreind.

Niðurstöður: Yfirþema sem endurspeglaði viðhorf þátttakenda til líknarmeðferðar var vellíðan og góð verkja- og einkennameðferð á síðustu dögum lífs í notalegu umhverfi.
Þrjú meginþemu komu í ljós, skilningur, lífslok og áhrifaþættir á líknarmeðferð, og hvert þema flokkast í nokkur undirþemu. Niðurstöður gáfu vísbendingar um að skortur væri á þekkingu á viðurkenndum viðmiðunum um líknarmeðferð á þeim hjúkrunarheimilunum sem tóku þátt.

Ályktanir:
 Draga má þá ályktun af niðurstöðum að mikilvægt sé að stuðla að því að aldraðir íbúar á hjúkrunarheimilum fái viðeigandi líknarmeðferð sem verði beitt um leið og staðfest er að þeir hafa sjúkdóm sem þarfnast slíkrar meðferðar. Til þess er nauðsynlegt að koma á skipulegri fræðslu um líknarmeðferð og hvenær henni skuli beitt sem heildrænni meðferð samhliða annarri meðferð.

Lykilorð:
 Hjúkrunarheimili, aldraðir, líknarmeðferð, þekking, fræðsla, viðhorf, hjúkrun.

4.tbl. 2013: Viðhorf hjúkrunarfræðinga á íslenskum hjúkrunarheimilum til líknarmeðferðar og þekking fleirra á henni

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Fræðigreinar

 • Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið

  Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífsógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og MND.

  Fagið

  Meðferð

  Samskipti

  Faggrein

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein