Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fylgni við reglur um grundvallarsmitgát og umbætur á sjúkrahúsinu á Akureyri árin 2006 og 2008

Höfundur ljósmyndar:
12. desember2013

Ólína Torfadóttir, Sjúkrahúsinu á Akureyri
Árún Kristín Sigurðardóttir, Háskólanum á AkureyriGrundvallarsmitgát er mikilvæg til að draga úr hættu á sjúkrahústengdum sýkingum, sérstaklega þar sem bakteríur verða sífellt ónæmari fyrir sýklalyfjum. Tilgangur
umbótaverkefnisins var að auka fylgni við reglur um grundvallarsmitgát og draga þannig úr dreifingu örvera til sjúklinga og starfsmenn. Markmiðin voru að bera saman hversu vel starfsmenn fylgdu reglum um grundvallarsmitgát, fyrir og eftir umbætur: a) almennt á deildum, b) hjá starfsfólki og c) við sáraskiptingar. Rannsóknarsniðið var megindlegt og mælt var hversu margir fylgdu reglunum fyrir og eftir umbætur. Innleiddar voru umbætur í grundvallarsmitgát og mælingar endurteknar um það bil sautján mánuðum seinna. Metnir þættir voru: a) reglur um grundvallarsmitgát á deild, b) almennar reglur um grundvallarsmitgát hjá starfsmönnum og c) grundvallarsmitgát við umbúðaskipti á sárum. Tveir hjúkrunarfræðingar á hverri deild sáu um upplýsingasöfnun ákveðinn dag í nóvember 2006 og í apríl 2008. Tíu legudeildir tóku þátt árið 2006 og ellefu árið 2008. Fylgst var með 158 starfsmönnum árið 2006 og 142 seinna árið. Eftir umbætur báru færri skartgripi (hringi, langa eyrnalokka og hálsfestar) í vinnu með sjúklingum (p=0,03), einnig armbandsúr og armbönd (p<0,001), og fleiri með sítt hár voru með hárið uppsett (p=0,02). Hins vegar fækkaði þeim sem skiptu daglega um starfsmannaföt (p=0,03) og líka þeim sem notuðu hanska við snertingu líkamsvessa ( p<0,001) milli mælinga.

Niðurstöður í kjölfar umbóta gefa vísbendingar um að fylgni starfsmanna á Sjúkrahúsinu á Akureyri við reglur um grundvallarsmitgát hafi batnað nema varðandi dagleg skipti á vinnufatnaði og í notkun á hönskum við snertingu líkamsvessa. Samt sem áður er það þekkt að gæðaverkefni sem þetta hefur ekki langtímaáhrif á grundvallarsmitgát.

Lykilorð: Grundvallarsmitgát, hreinsun handa, öryggi sjúklinga

5.tbl. 2013: Fylgni við reglur um grundvallarsmitgát og umbætur á sjúkrahúsinu á Akureyri árin 2006 og 2008

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Fræðigreinar

 • Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið

  Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífsógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og MND.

  Fagið

  Meðferð

  Samskipti

  Faggrein

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein