Lyfjamistök og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga
Lyfjamistök eru talin meðal algengustu mistaka í heilbrigðisþjónustu og geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi sjúklinga (Fathi o.fl., 2017; Kohn o.fl., 2000). Í nýlegri grein, er talið að mistök í heilbrigðisþjónustu séu þriðja helsta dánarorsök í Bandaríkjunum (Makary og Daniel, 2016).Rétt fyrir síðustu aldamót kom út skýrslan To Err is Human sem varpaði ljósi á að allt að 44-98 þúsund sjúklingar í Bandaríkjunum látast árlega af völdum mistaka í meðferð. Í framhaldinu upphófst alþjóðlegt átak til að efla öryggi og öryggissiði innan spítala til að fyrirbyggja mistök í meðferð sjúklinga. Í sömu skýrslu er talið að orsakir mistaka í heilbrigðisþjónustu séu í langflestum tilvikum tengd brotalömum í skipulagi stofnana (Kohn o.fl., 2000). Í fyrrnefndri skýrslu er áætlað að um 7.000 manns deyi árlega í Bandaríkjunum vegna lyfjamistaka. Þessi tala svarar til nærfellt einni af hverjum tuttugu sjúkrahúsinnlögnum. Einnig er bent á í skýrslunni að árið 1993 voru 7.391 dauðsföll af völdum lyfjamistaka samanborið við 2.876 árið 1983 (Kim o.fl., 2011; Kohn o.fl., 2000). Í annarri skýrslu stofnunarinnar Institute of Medicine (2007), Preventing Medication Errors, er ályktað að búast megi við einum lyfjamistökum á dag fyrir hvern legusjúkling. Á heimsvísu er talið að skráð lyfjamistök svari til um 2-5% allra innlagna á sjúkrahúsum og koma má í veg fyrir mörg þeirra (Agency for Healthcare Research and Quality, 2017; Latimer o.fl., 2017).
Pistlar og viðtöl
Fræðigreinar
Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu
Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir
Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.Athafnir og þátttaka eldri borgara
Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir
Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.Endurskilgreining á lífi og sjálfi: Reynsla yngra fólks af því að fá hjartaáfall
Birna Gestsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir, Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á AkureyriLítið er vitað um reynslu „yngri“ Íslendinga af því að fá hjartaáfall. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta á þeirri lífsreynslu að fá hjartaáfall „ungur“ svo að hægt sé að veita þessum sjúklingahóp viðeigandi hjúkrun og þjónustu.
Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni
Íris Kristjánsdóttir og Herdís Sveinsdóttir
Bráðamóttökum landsbyggðarinnar er ætlað að veita skammtímabráðaþjónustu sjúklingum sem hafa slasast eða veikst alvarlega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína.Reynsla fólks af auknum þroska í kjölfar sálrænna áfalla
Hulda Sædís Bryngeirsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir
Rannsóknir á afleiðingum sálrænna áfalla hafa aðallega beinst að neikvæðum afleiðingum þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu fólks af sálrænum áföllum og auknum þroska í kjölfar þeirra.